- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
181

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Dökk-skógað við lilíðabratta strönd,
Bugað inn um dæld og dalalönd.

Fjalla skuggsjá skorin út með fjörðum.

Skröltir þorp. En eitthvert dauða-dá
Dúrir vatnsins legsteins-fleti á,

Sem þar liggi liðinn fjallsins andi.
Litverpt, eins og skini um það í dag
Verðgangs-þjóðar vetrar sólarlag,
Seztrar áður sumar komst að landi.

Einu menjar bera bygð og haf,

Bjöguð nöfn, sem liðin tunga gaf
Stöðvum hennar, stöfuð röngum munnum —
Stef mér heyrist kveðið valnum í:

Okkar menning hóf sig hæst á því,

Að við deyja karlmannlega kunnum.”

Týnt og falið fortíð gleymdri er
Fólkið það, sem veiddi og stríddi hér —

Út úr rökkur-drögum dánar-heima
Djúpt um barrskóg, lágt sem hringing veik,
Titra ómun: “Te-ka-hæ-on-weik!”*

Meðan furan grær, og dal má dreyma.

* Enskur framburíSur á Indiána-nafnl skáldkonunnar
Pauline Johnson. Ef til vill rangt fyrir: Te-ka-hi-on–vo-kí.

Höf.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free