- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
188

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sérhvert eyra heyrir líka hér
Hljóminn sinn, úr barkanum á þér,

Sem þú ættir allra skálda huga.

II.

Víðlend auðn, en engum manni frjáls
Brtu, strönd, og meira til en hálfs
Ertu gefin ómakslausum gróða.

Ruddan af í févænlega fjöl
Furðu-skóginn, illa rætna möl
Enn á ránsverð — iðjusemi að bjóða.

— Hér er altaf einhversstaðar nær
íslendingur. Því er mörk og sær,

Borg og sveitir, kostulegri og kærri.

Mér finst víkka vináttan um það
Við þig, heimur, hvert sem stefnir, að
Vita sína næstu svona nærri.

Þegar skógur íslenzkunnar er
Okkar daga líka felldur hér,

Upp’ í fjallshlíð, fram á strönd, í dalnum:
Mun í rústum runna verða að sjá,

Rótum sviðnum gróðursprota frá?

Eins og líf, sem leynist enn með valnum.

Átti fyrir efnilegra að spá

Æska sjálfs manns? Var hún ekki smá?

Sinni þjóð og ætterni menn eldast,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0194.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free