- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
278

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Erfiljóðið.

Eg orti kristiö kvæöi. Fyrir bón!

Eftir dáinn drottins þjón.

En dísin mín var ei til erfi-orlofs kvödd —

Hún var þá ei heima stödd!

Einn vinur minn um söngl mitt sagði: “Svei!”

og hló —

“Góðgjarnt,” hélt eg, “þaö var þó!”

“En veiztu ei,” kvað hann, “Þeim sem lifa — þið
Leirskáld, bætið ógnir dauðans einni við?”

“Fram á það þeir sjá með sút,

Svona að verða sungnir út!”

1922

Ákúra um elliglöp.

Hleyp frá sennu um, hvort eg nú
Hjari enn til þrifa —

En meðan penni er huglátt hjú,
Held eg nenni að lifa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0284.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free