- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
43

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

III.

Heyrðist hátt í ranni
Höfuðsmaður segja:

“Þetta er auvirð eyja,

Óhæf konung-manni!

Flyt í Höfn úr fári —

Fyrir vel-reitt gjaldið
Leigi þér land og valdið,
Lárenkrans, að ári.”

Glatt var svarað: “Sæmdar-auki mér
Sá er góður. Hitt er stórum verra,
Þér á ísland eydduð, danski herra,
Þeirri tign, sem of-góð liingað er.
Konungs-boð, og erindi þitt alt
Ótrautt mun eg hér á landi rækja,
Yðar rétt frá alþýðunni sækja —
Kaupi völd og virðing, sem er falt.”

Steyttur storku-bylur
Stökk um gil af múlum —
Matsæld, ölværð, ylur
Undir væddum súlum.
Afstýrð ísa-krepjan,
Úti-tjölduð hretin.

Vos og veður-nepjan
Vel af stokki setin.

t»verfl.

I.

Úti í eyrar-slakka
Áðu tveir í næði,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free