- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
44

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sveiptir söðul-klæði,

Söðull undir hnakka,

Hirðmanns hesta-sveinar —
Heiman skyldu-kvaddir,

Hlífðu ei hömlur neinar,

Hvar sem væru staddir.

Áttu ei tjaldrúm. Skamt var heim til hlaðs
Háttum ná í ekkju-sona garði.

Móður-húsið hinu-megin vaðs,

Heim að Bjargi ófær Þverá varði.

Þannig, undir eigin húsa-vegg
Úti um nótt á beru svæði lágu,

Vafðir líni loftsins skugga-gráu:
Norðan-sjónum. Nóttin gekk í hregg.

Svöl var sængin drengjum,
Sam-hlúð bræðra tveggja.

Enn var eitt rúm beggja —

Árfoss lék að strengjum,
Stór-raddaður straumur
Stundi og gall, úr hyljum,

Eins og gljúfra glaumur
Gengi á með byljum.

Sjöstirnið við syðri Haukatind
Silfur-skildi yfir Nónskál hengdi.

Heiðt til jökla, frosin fjalla-lind,

Fallið élið, nætur-bitru lengdi.

Þverár-bólga að blána upp við skör
Byrjuð var, og Hvirfilberg að hækka.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free