- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
68

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Að standa á hleri er hirðsiðalegt —

Sko, hér kemur drotning og Sarinn!

F r ú i n:

“Æ, heyrðu mig, góði minn! Kirkjan var köld,
Þeir kunna ekki í ofninn að leggja!

Hjá páfanum hérna er heimboð í kvöld,

Og hann á þar von okkar beggja.”

Höfðinginn:

“Hver ólukkinn! Meinlega á þessu stóð!

Því aðra ferð hef’ eg mér búna —

En þú ferð samt uppeftir, elskan mín góð,

Og afsakar fyrir mig núna.

Eg vinn það sem mannanna virðing er flátt,

Hef’ von um að fanga þá alla.

Að afmenna hvívetna, hátt eins og lágt,

Er hernaðar-kænskan mín snjalla.

Ið greiðasta skeið til að skrílmenna þjóð,

Er skemdir á tungunni að vinna.

Frá hugsanaleysi er afturför óð
Til apanna, bræðrunga sinna.

Þó ómenskan hepnist ei eins og eg vil,

Eg af hef’ þó stórmiklu bisað,

Því Gota og Hellena heimsloka til,

Nú hef’ eg með latínu slysað.

En þó að hún væri mér verkfæri þar,

Er voði eg stefnt gat ei beinna,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free