- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
67

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hún flutti, sem aðrir, til lifenda lands,

Að lokum — og heim til hans bara —

Hún giftist að lögum, á hreppslægið hans,

Svo hvert átti ’ún annað að fara?

Og nú sér hér enginn um ágreining vott,

Hún er ekki ráðrík né baldin.

Og heimilið fyrirmynd, gengið svo gott,

Og gullbrúðkaup ártalsrétt haldin.

Og þó að hún hafi ekki í skapinu skifst,

Við skiljum það líklegast þannin:

Að hún var, sem aðrar er oft hafa gifst,

Hún elskaði seinasta manninn.

Og svo var nú annað, sem að skyldi gáð,

Og öllum er ljóst, að eg vona:

Að karl hennar hafði þar niðri sér náð,

Svo nú var hún stór-ríkiskona.

Og tæplega verður oss við þetta bylt —

Til vitnis þér haft gætuð flesta:

Að skorturinn spanar upp eðlið vort ilt,

En auðurinn ræktar vort bezta.

Hér áttu þau gervalla “myrkranna makt’’ —
Þó megnuöu á Hornströndum öngu.

Þá vóru þau aumingjar, eins og var sagt,

Á íslandi á “hillunni röngu”.

Eg held, aö þér getið nú heimilið þekt
Ver hnýsinn sem stjórn-snati svarinn,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free