- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
150

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Brot úr hestavísum Fjósa-Páls gamla.

Mér finst all-flest munuð frá:
Marsins stallinn auðan sjá,

Kveðju valla framar fá
Fyrst ei kallar hnegg mig á.

Leitt varð gnauðið galta nóg —
Gekk með trauð-viljugri ró
Fram hjá dauða-þögnum þó,

Þegar auð varð grísa kró.

Blakkur stóð hér, búgull manns!
Bás er hljóður léttfetans.

Út á blóðvöll bardagans
Ber eg móð af sölu hans.

Verða harm-leið verkin máls,
Viknar barmur Fjósa-Páls.

Sviða í hvarminn, kökk í háls
Kosta garminn stökur sjálfs.

Eignar-ráð með ófengin
Ekkert tjáði viljinn minn,

Ef þar náði í arðinn sinn
Aura-gáður húsbóndinn.

Teymdi eg kvikan blakk úr bygð
Burt. — Það strik í mína dygð
Er svo mikil afbrots-hrygð:

Eins og sviki vin í trygð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0154.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free