- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
188

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Minnisstæð samt mér af henni
Mynd, um ótal hugboð gekk,

Fimtíu ár, sem upp mér drógu,
Átta-hverf, frá skólabekk.

Til mín hvarf liún, frjálsleg, fögur,
Fegineygð sem hepnismenn.

Tign í svipnum, sölvi á kinnum,

Sem þó kunnu að roðna enn.

Nú var æsku-blóðsins blossi
Brendur dýpra í skap og ment.

Höfðu langrar æfi eldar
Eir úr þessu gulli brent.

Röktum við upp auðvelt aftur,
Æskuspor og skrefin þung,

Meðan þarna sátum saman
Systkin forn, en hjarta-ung —

Bjóst til farar. Harpan hennar
Hvíldi á bekk með slakan streng:

Send með mér, um svefnþögn kveldsins,
Söng þinn nokkurn, er eg geng!

“Mér er horfið magn úr hljómum
Meistaranna frægu nú.

Mér, eða þeirra, mætti farið?

Má þó reyna. Hvað kýst þú?”

Leik þú, syng þú engan orðstír,

Ekkert nema sjálfa þig —

Svanaklið úr lausu lofti

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free