- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
190

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ungur hvarf hann út í bláinn.
Eitthvað burt. Eg vissi ei hvurt —
Síðar löngu, í dagsins dásemd,
Dalurinn hans fékk til hans spurt.

Að í höllum höfuðborga
Hrós ’ans ræmdi tunga hver,

Þeirra, er yfir lit og lögun
Listaverka gamna sér.

Upp úr hvarfi álfasveinsins
Erfði eg skyn af harmi þeim:

Þegar um haust, frá sumri sínu,
Selráðskonan flutti heim.

Aftur hvarf hann orðstír fjöldans —
Allir snöggvast spurðu: “hvurt?” —
Þó hann dvelji í dalnum sínum,
Dalurinn hefir ei til hans spurt.

Hefir þar einum húsgang fjölgað —
Heim á kot og staði sótt
Flökku-skáld, sem fer um sveitir,
Falar gisting eina nótt.

Góðfólk undrast, hvaðan hafi
Höfðingsbrag og spakleg orð,

Þessi, í klæðum snotur-snjáðum,
Sníkju-gestur við sitt borð.

Líkur þulum söngs og sagna,

— Sveitar-goði á föruslóð —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0194.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free