- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
20

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

20

III.

Friðfcjófur tekur við arfi eptir föður
sinn.

Heygður svo hildingur var, en hins végar íjarðarins Þor-

steinn;

lýðfrægir lofðungar svo í líönu mælt höfðu fyrir.
Hrönn skildi haaganna kumi sem helstraumur fóstbræðra

hjörtu.

Helgi og Hálfdán að erfð núhlutu með úrskurði þjóðar
íjárhlut og forrœði lands; en Friðþjófur einn saman tók við
friðsælum föður síns auð; á Framnési tók hann við búi.
Mörg þarmeð hlunnindi hlaut og heimaland þrjár mílur

. fullar

umhverfis; hæðir og holt og hagléndi þrem megio voru;
einmegin horfði við haf; en hálsana barrviðarskógar
skreyttu og hljesæla hMð hin hávaxoa kornstangamóða;
spegluðusthæðir og holt í heiðbjörtum tjömum og vötnum
og skóganna skuggsælu göng, þars skálmuðu hornstórir

elgir

drambandi dimraviði í og drukku af táhreinum lindum.
Ofar í iðgrænum dal þar undu sjer sællegar hjarðir
bjúghyrndra kúa á beit með biisællçg stálmafull júgur.
Sem haustþoka hálopti í sjer hríslar með ljósgráura rákum,
kvísluðu um hæðir og hlíð sjer hópar af mjallhvítum sauð-

um.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0054.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free