- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
117

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

117

XVII.

Friðfcjófur kemur til Hrings konungSt

Með hetjum sínum Hringur í höllu drakk um jól;
hjá gömlum undi gylfa in gullna faldasól.
Sem vor og kaldur vetur þau voru i glæstum rann,
og hún var vœna vorið, en veturinn kaldi hann.

tá gengur garpur aldinn á gólfið hallar inn;
frá hvirfli niðu’r á hæla haan huldi loðið skinn;
á hækju fram hann hallast og harla lotinn gekk,
en var þó höfði hærri þar hverjum jöfurs rekk.

Með sveinum tók hann sæti í salnum fram við dyr
(þars snauðir enn gjer una og eigu bekk [sem fyr);
að karli hirðmenn hlógu, svo háfum glumdi’ í sal,
og bentu’ á bjálfann loðna, sem bognum skýldi hal.

En ötul augu brenna þeir undan betti sjá;
einn hirðmann halur grípur og hátt á lopt upp brá,
og vatt á ýmsa enda í annarri hendi sjer;
þá þögnuöu þengilssveinar — og þagnað hefðum vjer.

Þá kallar buðlung bistur: »hver brýtur hallar frið?
kom innar, aldni gesturl og eigumst ræður við,
og seg oss, hvað þú heitir, og hvaðan að þig ber,
og bvar þú heima eigir, og hver þinn starfl er!«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0151.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free