- Project Runeberg -  Friheten (Reykjavík 1943) /
x

(1943) [MARC] [MARC] Author: Nordahl Grieg
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Nokkur Minningarorð av Tómas Guðmundsson

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

langrar dvalar i Sovét-lýðveldunum. Nordahl Grieg varð að sjá með
eigin augum, hvers mannkynið mætti vænta sér af því, sem þar var að
gerast. Og þessi eldmóður hins leitandi manns, þessi samvizkunnar
órólega rödd, sem aldrei sofnaði i brjósti hans, var ekki túlkun
kerfisbundinna kennisetninga eða pólitiskra trúaratriða. Hún átti allan
uppruna sinn í ást hans á því lífi, sem hafði trúað honum fyrir sér, hver
þjáning þess kallaði á alla hans samúð, hver árás, sem því var búin,
kallaði hann til varnar og beindi öllum hans vilja, óllu lífi hans og list,
til eldlegrar baráttu gegn óvinum mannkynsins, harðstjórn og grimmd.
Slíkur maður á ekki skyldum að gegna í þeirri baráttu, heldur
heimtingu á því að fórna öllu, jafnvel lífi sínu, fyrir hana.

Og nú hefur Nordahl Grieg bætzt i hóp þeirra frelsisskálda og
hrópenda lífsins, sem hann sjálfur skrifaði eitt sinn um í bók, er hann nefndi:
Þeir dóu ungir. Noregur hefur misst hann, en um leið eignazt
hann að eilífu. Og eins og hann gerðist föðurlandi sínu og hinu
striðandi mannkyni hið bjarta tákn þeirra hugsjóna, sem það berzt fyrir,
svo óska ég þess þjóð minni til handa, að ljóð Nordahls Grieg, hins
vammlausa og glœsilega skálds, megi einnig um langan aldur verða
henni hvatning til þess að standa á verði gegn hvers konar
harðstjórn og rangsleitni, og glæða hja henni ást og trú á hinum eilífu
verðmætum mannlegs lifs, frelsí, manndómi, fórnarvilja og miskunnsemi.

                                                Tómas Guðmundsson


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Thu Feb 1 12:39:32 2024 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/gnfrihet43/0009.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free