- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
350

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 350 —

sé lesin. Fyrir „sina" hefir hann fyrst sett „vora", en dregið
siðan yfir það orð. Þessu er. hefir Jónas siðan sleppt algjörlega,
og marg-strikað yfir það í vasakverinu, en notað siðustu
lin-urnar af því í 4. er. (5.—6. 1.).

í 1. er. hefir hann enga breyting gjört, nema þá eina, að
hann hefir í 5 1. skrifað fyrst „tárþögull", en síðan dregið yfir
„tár" og skrifað „grát". — í 2. er. hefir hann fyrst haft 5. og
6. 1. þannig:

„Áður sátu ýtar glaðir
og orðum vel skiptu".

Síðan hefir hann breytt orðunum og bætt „með" inn-í.*)

Þá er 3. er., — sama og hér, og sýnir það, að getgáta sú,
sem sett var fram í Tím. Bmf., 12. árg., bls. 55, um að það væri
ort síðar en hin erindin, er ekki rétt. — Hann hefir fyrst haft
upphafið (1.—2. 1.) svona:

„Hlægir mig eitt, það, að engin
því ugla þarf fagna".

En hann hefir breytt þessu í frumritinu, á likan hátt og hinu. —
I 6. 1. hefir hann einnig breytt „bjargi" í „bergi". — í 4. er. hefir
hann gert smábreyting á 3. og 4. 1., látið orðin „sá" og „oss"
skiptast á um stað.**) 5. 1. hefir hann fyrst byrjað að öllu leyti
öðruvis, en dregið vandlega yfir þá byrjun aftur og skrifað
lín-una eins og hún er í Fjölni og hér, að öðru leyti en því, að orðin
„hetja" og „heimtir" hafa verið látin skiptast á um stað, fyrir
ríms sakir. — í 5. er., 8. 1., hefir Jónas fyrst skrifað „Farðu",
en breytt því, sömuleiðis rímsins vegna, í „Far nú". -— Þetta er
nú allt og sumt, og er bæði fátt og smátt.

Jónas hefir séð fyrir, hvernig þingstaðarmálið myndi fara,
og því verið svo bituryrtur i 3. er. En þeir létu þetta bytna illa
á honum, höfðingjarnir syðra; sjá bréfið til Jap. Steenstrups
5. Nóv. s. á. (II. b., bls. 117).

Bragarhátturinn er hinn alkunni forni hexameter-háttur, —
sem Jónas skreytir oft með hendingum að islenzkum sið;
endur-minningin um kvæði Bjarna „Kysstu mig aftur", sem Jónas
hafði birt í Fjölni, III., I., 32, hefir sennilega átt þátt i, að hann
orti þetta kvæði um Bjarna undir þessum bragai’hætti. —
Gam-alt, íslenzkt þjóðlag við ’kvæðið er í ísl. þjóðl., bls. 566.

*) 1 3. 1. er í hr. B. Th. M. „ástvinur" f. „ástmögur", og í 4. 1.
er í frumr. „blómi" f. „blóminn".

**) í ehr., sem B. Th. M. átti, er þetta eins og’ l>aö hefir veri»
upphaflega í frumr.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0360.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free