- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
349

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 349

sitt 1 Glaumbæ og þá lofað þeim séra Halldóri Jónssyni (síðar
að Hofi) og Ara lækni Arasen á Flugumýri að sjá það eða heyra
manna fyrstum. — Þá er hún ekki sannari að þessu leyti
sag-an, sem er í ísafold, XVIII., 294 (og síðan í Ann. 19. aldar, II.
b., bls. 149—50), talin höfð eftir fylgdarmanni Jónasar, Gunnari
Hallgrímssyni. Segir þar, að þeir Jónas hafi að áliðnu þessu
sumri verið staddir á Mývatnsöræfum; *) „lágu þeir í tjaldi
sínu, eins og þeirra var siður á ferðum þessum. Þá var það
einn morgun, að Jónas vaknar venju fyr, því að Gunnar kvað
hann að öllum jafnaði hafa verið morgunsvæfan. Vakti hann nú
Gunnar og biður hann sækja hesta sína hið bráðasta; „dreymdi
mig svo í nótt", sagði Jónas, „að eg veit það víst, að Bjarni
amt-maður er dáinn". Gunnar sótti hestana, svo sem hinn beiddi, og
söðlaði þá; gengur að því búnu inn í tjaldið. Þá er Jónas að
öllu ferðbúinn. Hann kvað það hafa verið venju Jónasar, þá er
hann hafði ort nýtt kvæði, að kveða sér það, og hefði boðið sér
að hlusta á með þessum orðum: „Yiltu heyra mér dálítið!" Svo
var og í þetta sinn. Hafði þá Jónas ort hin snilldarlegu erfiljóð
sín um Bjarna, meðan Gunnar sótti hestana og söðlaði þá. Síðan
tóku þeir sig upp og riðu svo sem leið lá norður til Eyjafjarðar.
Og svo var Jónas berdreyminn að þessu sinni, að Bjarni
amt-maður hafði andazt hina sömu nótt, er Jónas dreymdi drauminn".

Frásögn sú, sem er í Lýð, II., 23, höfð eftir Hallgrími
Tóm-assyni, systursyni Jónasar, er ekki heldur rétt, — að Jónas hafi
frétt lát Bjarna, er hann var kominn norður í Oxnadal, og þvi
þá fyrst ort kvæðið; hitt getur verið rétt, er þar segir, að hann
hafi beðið Hallgrím að skrifa það þar upp.

í frásögninni í N. Kbl., 10. árg., bls. 86, er m. a. sagt, að
Jónas hafi marg-ritað kvæðið, verið að breyta og bæta. Þótt
ekki sé takandi mikið tillit til þessa, er vert að athuga, hverjar
breytingar hann hefir gert á kvæðinu frá því er hann hripaði
það fyrst í vasakverið. Þá er þess fyrst að geta, að hann hefir
skrifað sem fyrirsögn að eins: „Amtmaður Bjarni". Þar næst
hefir hann sett þessa visu, eins og nokkurs konar formáls-erindi:

Þetta er. er skrifað óljóst, og er vafi á um sum orð, hvort rétt

*) Þeir komu ekki þangað þaS sumar; fóru eltki lengra
nortS-ur (austur) en i ByjafjörSinn. •— Þaö var 2 árum áSur, at5 Jónas
var á Mývatnsöræfum eða þeim slóöum.

Hézt þú að mæla
eftir mig liðinn,
er eg til himna
hafnar þreytti.

Guð hefir skipt
og til góðra funda
hetju sína heimt
úr harki veraldar.

23*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0359.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free