- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
195

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 195 —
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR.

(Kaupmannahöfn, um 15. Des. 1844).

Jón minn góður!

Ég fékk bréfið þitt í tíma, en ég kom ekki á
nefndarfund, af því ég bæði var óhress og þorði
ekki vel út og hefi þar hjá verið þunglyndur þessa
daga. og ekki nennt að hugsa málið; því var ég
hrædd-ur um, að ég myndi leggja eitthvað illt eitt til af
handahófi. Skammdegið hefir allt af lagzt þungt á
mig, síðan um veturinn, ég lá, en ég veit af reynslu,
það bráir af mér eftir sólstöðurnar, og þá er ég
aft-ur til í allt. Ég sendi þér skjalið, ef þið þyrftuð að
nota það í bráð.

Þinn

J. Hallgrímsson.

Ég fellst annars að mestu leyti á hverja grein,
— nema þá fjórðu — og vil þær verði allar betur
skýrðar í nefndarskýrslu vorri til fundarins. 6.
grein-in, a, um póstgöngur, er í rauninni sérstakt mál, sem
ég hefi ætlað, ef guð lofar, að bera upp. En ógæfan er,
að enn vantar „kortin".

J. H.

TIL FINNS MAGNÚSSONAR.

Kaupmannahöfn, 26. Febr. 1845.
Hávelborni herra etatsráð, F. Magnusen!
Hæstvirti forseti!

Ég fékk ekki fyr en í gær vitneskju um, að
fund-ur vor yrði haldinn í dag. Ég fékk þá jafnframt við

13*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free