- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
52

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

reynsla þeirra náði yfir; menn sem voru svo vanir
langferðum, vöndust á að gjöra sér glögga grein fyrir
innbyrðis legu landanna, og varla er staður eða land nefnt
svo, að ekki sé um leið getið, í hvaða átt hann er frá
öðrum kunnum stöðum; komst þetta svo inn í málið, að
það er málvenja í íslenzku enn þá; þeir láta sér t. d.
ekki nægja að segja: að fara til Miklagarðs eða Rómar,
en segja: austur í Miklagarð, suður í Róm; þeir kalla
Norðmenn Austmenn, Íra Vestmenn o. s. frv. Það er
næsta undravert, hvernig fornmenn fóru að sigla yfir svo
mikil úthöf og rata milli landanna, þar sem svo að segja
engin hjálparmeðul voru fyrir hendi til að ákveða áttir,
hraða skipsins og stað þess á jörðunni. Þess er lika opt
getið, að þeir komust í hafvillur, þegar dimmviðri voru
og vissu eigi, hvar þeir fóru, eins og t. d. Bjarni
Herjólfson, er hann fór til Grænlands og enginn var á skipi,
er áður hafði þangað farið; þeir hröktust mörg dægur í
þoku; en »eptir þat sá þeir sól ok máttu þá deila ættir«.
Þorsteinn Eiríksson velktist í hafi heilt sumar, án þess
hann vissi hvar hann fór. [1] Fornmenn hafa áttað sig
eptir sólu og himintunglum og þá mest eptir leiðarstjörnu;
mjög lítið er þó um þetta talað í sögunum. [2] Snemma


[1] Grönlands historiske Mindesmærker I., bls. 210, 230.
[2] Þar sem talað er um landaskipun er stundum miðað við
leiðarstjörnu, þó það sje eigi opt; þannig er leiðarstjarna nefnd í
Rýmbeglu, bls. 464; i Leiðarvísi Nikulásar ábóta bls. 31, og svo í sögu
Hákonar konungs Hákonarsonar (kap. 311); þar er sagt frá því, að
Grænlendingar gengu á vald Hákoni konungi og játuðu að greiða
honum skatt; »skyldi bæta öll manndráp við konung, hvárt sem
drepnir væru norrænir menn eða grænlenzkir, allt norður undir
stjörnu, svá at gjalda þegngildi eptir, sem Sturla kvað:

Norðr líkar þér allt at auka
yðart vald um heiminn kalda,
gegnir munu því fyrðar fagna
fjörnis álfr und leiðarstjörnu;
þengill hefir þar annarr engi
allvaldr enn þú ríki haldit,
lengra reiða þjóðir þangat
þína dýrð en röðull skíni«.

Fornmarmasögur X., bls. 111-112. Í Skáld-Helga-rímu er
leiðarstjarna nefnd, þar sem talað er um hrakninga Helga:

Virða rekr, en voðir skekr
í veðri feikna gjörnu,
suðr í heim er sýnt frá þeim
at sjá til leiðarstjörnu«.

Grönlands hist. Mind. II., bls. 502.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0066.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free