- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
51

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

læknað með dýrðlingabeinum, yfirsöngvum, vigðu vatni
og hringingum; sumir drukku sér til heilsubótar vatn það,
sem dýrðlingabein höfðu verið þvegin í, en flestir gáfu
kerti. Ef hestur datt ofan í keldu, komst hann óskemmdur
upp úr, ef heitið var á einhvern dýrðlinginn; ef kýr
hryggbrotnaði, spratt hún upp alheil, ef heitið var á
Þorlák biskup; ef menn vildu fá byr, þá fékkst hann með
áheitum; þannig mættust t. d. tvö skip í fjarðarósi og
höfðu bæði blásandi byr, af því þau bæði höfðu heitið á
Þorlák biskup. [1] Í hinni elztu sögu af Þorláki biskupi er
sagt um hann: »ef eldr kom í hús ok hann blessaði, þá
slokknaði eldrinn; ef fénaðr sýktist, þá batnaði ávallt við
hans yfírsöngva, ef lífs var auðit. Vatnsvígslur hans voru
merkilegar, svá at bæði fékk bót af menn ok fénaðr.
Ef vatni þí var dreift yfír fénað, er Þorlákr hafði vígt,
þá grandaði þí nálega hvárki sóttir, né veðr, eða dýr.
Ef mýs gerðu mein á mat eða klæðum, þá kom fall í
þær, eða hurfu allar af vatninu, ef þí var yfir stökt, ok
færi þeir svá með öllu, sem hann lagði ráð til« [2] o. s. frv.
Söguritarinn er svo hreinskilinn að segja, að fáir hafi
lofað hann of mjög í lífinu, og vitrir menn hafi farið
varlega með að kalla þetta berar jarðteinir; en er tími
leið frá, óx hjátrúin meir og meir. Þessi hindurvitnatrú
byrjaði á dögum Þorláks biskups og Jóns biskups
Ögmundssonar, en náði þá eigi fullkomlega að festa rætur
hjá hinum betri mönnum; Páll biskup Jónsson, einhver
hinn vitrasti snyrtimaður, er þá var uppi, var t. d.
tregur á að trúa slíku, »ok var eigi trútt, at eigi legðist sá
orðrómr á af nokkurum mönnum, at hann vildi þetta mál
litt á lopt færa, af heilagleik hins sæla Þorláks biskups«. [3]
Hindurvitna- og dýrðlingatrúin tók þó út yfir allt eptir
daga Guðmundar biskups Arasonar.

I hinum eldri ritum Íslendinga eru hugmyndirnar um
landaskipun allskynsamlegar innan þeirra takmarka, er


[1] Biskupasögur I., bls. 121.

[2] Biskupasögur I., bls. 97-98.

[3] Biskupasögur I., bls. 138.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0065.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free