- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
156

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[156

Mercators af Mið-Evrópu eru ágætlega nákvæmir, en hin

fjarlægari lönd á endimörkum jarðar voru enn sem fyrr

dregin upp eptir óljósum fregnum og samkvæmt rugluð-

• um hugmyndum þátímans; þar var heldur ekki hægt að

styðjast við neinar mælingar. Þegar Mereator dó, eign-

aðist Jodocus Hondius (1563-1611) eirplötur þær, er Mer-

cator hafði stungið, og gaf hann siðan út uppdráttasafn

Mercators og jók ýmsu við. Um þessar mundir fór korta-

gjörðin að dragast til Niðurlanda, og á 17. öld komu hin

stærstu og beztu kortasöfn út á Hoilandi. Vinur Merca-

tors, Abraham Ortelius (f 1598), var framarlega í flokki

þessara landfræðinga; hann gaf út safn af landsuppdrátt-

um 1570, sem hann kallaði »Theatrum orbis«, og naut

við útgáfuna styrks Mercators vinar sins. Af þessum

landabréfum komu út margar útgáfur, og í 4. útgáfunni

t

er, meðal annars, uppdráttur af Islandi, sem ber langt af

öllum þeirn, sem áður höfðu verið til. Ortelius segist hafa

fengið þetta íslandskort frá Anders Sörensen Vedel, merk-

um dönskum sagnaritara, en það er fuiisannað, að upp-

drátturinn er eptir Guðbrand biskup Þorláksson, og mun-

t

um vér síðar geta nánar um það mál. Þessi Islands-upp-

dráttur endurtekst eptir þetta í öllum kortasöfnum á 17.

öld, þó stundum með lítilfjörlegum breytingum. Veruleg

t

endurbót á uppdrætti Islands kemur ekki fyrr en 1734,
þegar Knopf gjörði uppdrátt sinn.

I bók Orteliusar er allöng lýsing á Islandi;1 þar er
ýmsu safnað saman úr bókum og líka vitnað í hið fyrsta
rit Arngríms lærða (Commentarius de Islandia); þó trúir
Ortelíus ýmsum skrípasögum hinna eldri höfunda; hann
gjörir öllum höfundum jafnt undir höfði; frásögnin er því
blendingur af röngu og rétfu. Lýsing Ortelíusar er þó
mikið betri en margar aðrar, er út komu um sama leyti

r

eða jafnvel seinna, t. d. lýsing Blefkens. I mörgum
bók-um og uppdráttasöfnum er íslandslýsing Orteiiusar siðar
notuð, því hver etur eptir öðrum. Fyrst getur Ortelíus

*) A. Ortelii: Theatrum orbis 1595, bls. 103.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0170.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free