- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
208

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[208

að draga á sig eínokunar-snarvöliim, þrátt fyrir
mót-spvrnu Guðbrands biskups.

Guðbrandur biskup hafði hin mestu áhrif á
uppfræð-ingu lærðra og leikra; hann efldi bókmenntir og
fróðleiks-ást og upprætti páfadóminn; verða allir að dázt að þreki
hans og atorku. Þrátt fyrir öll málaferlin, ritstörfin og
bókagjörðina, hafði Guðbrandur biskup tíma tii þess að
gjöra margar endurbætar á stjórn kirkjunnar og kjörum
prestanna; hann var röggsamlegur í kirkjustjórn og
vand-lætingasamur; hann var gagnorður og sléttorður,
kapp-samur og viljamikill, i hverju sem hann tók sér fyrir, og
berorður var hann i meira lagi við mótstöðumenn sina.
Eptir dauða Jóns lögmanns 1606 slotaði nokkuð ófriði
þeim, er biskup hafði svo lengi átt i, en þó átti hann
lengst af i málaferlum, meðan hann stóð uppréttur, þvi
óvinir hans voru margir og reyndu að finna hvern
högg-stað á honum, sem þeir gátu. Guðbrandur biskup var
búsýslumaður mikill og fésæll, og varð mjög auðugur;
hann var mjög gestrisinn og veitingasamur og hélt vinum
sinum árlega nýjársveiziu, enda var hann flugrikur, ör-

látur og vinfastur.

t

Arið 1572 eignaðist Guðbrandur biskup laundóttur, er

Steinunn hét, með Guðrúnu dóttur Gísla prests Finnboga-

sonar;1 hún giptist Skúla bónda Einarssyni á Eiriksstöð-

um í Svartárdal; þeirra sonur var Þorlákur Skúlason,

sem biskup varð á Hólum eptir afa sinn; synir Þorláks

voru þeir Gísli og Þórður, er báðir urðu biskupar, Gisli

á Hólum og Þórður í Skálholti, og voru þeir allir merk-

ismenn. Sama árið (1572) gekk Guðbrandur að eiga

Halldóru dóttur Árna Gíslasonar á Hliðarenda, og átti

við henni þrjú börn, 2 dætur og einn son. Halidóra
t

Arnadóttir var hin rnesta merkiskona; hun dó 1585. Ept-

Gísli Finnbogason var með Jóni biskupi Arasyni i
Sauða-fellsreið og bauðst til að skjóta Daða, en biskup vildi ekki
(Bisk-upasögur II., bls. 447-48). Síra Gísli bafði áður vegið mann,
Þór-arin Steindórsson, en fékk aptur prestsembestti bjá Jóni
Ara-syni 1544.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0222.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free