- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
85

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Faxatiói. Snæfellsnes.

85

sunnan með Maríuhöfn, Hvammsvík og Botnsvogur
inst, þar fjarar út af allmiklu svæði og styttir mönnum leið
þegar lágsjáað er. Norðan og vestan við mynni
Hvalfjarð-ar gengur fram Akranes, þar er Krossvik sunnan á
nesinu.

Norðan við Akranes ganga inn Leirárvogar og siðan
hverfur Borgarf jörður langt upp i land, hann er 3 milur
á lengd og utarlega rúmlega hálf mila á breidd. Innri hluti
Borgarfjarðar er mjög grunnur og varla skipgengur nema
smábátum og verður þó að sæta sjóarföllum. Hvitá hefir
borið svo mikinn aur og leir i fjörðinn, að hann er orðinn
svona grunnur, i fornöld héldu menn kaupskipum upp að
Hvitárvöllum, en menn urðu þó líka i þá daga að sæta
sjóarföllum til þess að komast út og inn.1) Miðállinn i
firð-inum er aðeins — 1—2 faðmar á dýpt og yzt i firðinum
er dýptin 3—4 faðmar. Utarlega i Borgarfirði að
norðan-verðu er skipalægi á Brákarpolli við Borgarnes. þar er
og verzlun og eins á Seleyri sunnanfjarðar. í>á er
Straumfjörður vestan við mynni Borgarfjarðar. Fyrir
Mýrum og Hnappadalssýslu eru engar hafnir, grynningar
langt út og sker allviða, útfiri er þar mjög mikið og heita
þar Löngufjörur fram með Hnappadalssýslu og
Staðar-sveit, er það ágætur fjöruvegur, en gæta verður
nákvæm-lega sævarfalla.

Snæfellsnes, sem takmarkar Faxafióa að norðanverðu.
er ólikt Reykjanesi að fiestu, það er lengra og mjórra. 10
—12 milur á lengd, 2—3 milur á breidd og miklu
sæbratt-ara og hærra, gengur eftir þvi fjallgarður mikill 2—3000
fet á hæð og yzt er Snæfellsjukull, snæþakin eldfjallsstrýta,
4577 feta hár. Snæfellsnes er litið vogskorið að sunnan,
strundin er nokkurn vegin bein, mjó láglendisræma með
sjó, og brött hlið fyrir ofan, en þar eru aðeins fáar víkur;
stærstar eru Hraunhafnarvik og Breiðavik, hjá hinni
fvrri er verzlunarstaðurinn Búðir við Búðaós, en þar hét
Hraunhöfn til forna, við Breiðuvik er Stapi. Þar fyrir utan

’) Egilssaga. Reykjavík 1892 kap. 78, bls. 241.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0099.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free