- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
110

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

110

Flóar, tirtlir og ues.

hann er stuttur, tæp míla á lengd, og gengur inn á milli
tindóttra og hárra fjalla, hann er nokkuð grynnri en
Fá-skrúðsfjörður (20—34 f.) og þar er lika hryggur neðansævar
fyrir fjarðarmynni. Suður af Stöðvarfirði erKambanes
og utan á nesinu eru Stöðvarskriður, tæpar götur utan í
hömrum fyrir opnu liafi Þá tekur við Breiðclalsvib,
hún er full af skerjum og flúðum. grunn og mjög misdjúp,
brýtur þar oft á stórum svæðum, þvi alstaðar eru nybbur
og hryggir upp úr botninum; margir af hryggjum þessum
eru blágrýtisgangar og ná þeir sumir þvers yfir vikina.
Breiðdalsvik er hérumbil mila á breidd og lengd, inn af
henni er ós með rifi fyrir framan og undirlendi allmikið
þar upp af Höfn og verzlunarstaður er innarlega i
vik-inni að norðan hjá Pverhamri, en innsigling er örðug
sakir skerja og svo eru þokur mjög tiðar. Milli
Breiðdals-vikur og Berufjarðar er tveggja milna breitt nes,
norðaust-ast á þvi er höfði, sem heitir Streitish varf, og allskerjótt
er þar fram með landi Berufjörður er nærri þrjár milur
á lengd og hálf mila á breidd, fjörður þessi er fremur
grunnur, en þó hið innra sumstaðar nokkuð dýpri en að
framan, kvosir eru i fjarðarbotni fyrir utan Skálavik (42 f.)
og við Berunes (35—37 f.); i fjarðarmynninu er 30 faðma
dýpi og þar eru ýms sker, er gera innsiglinguna torvelda.
sérstaklega af þvi þokur eru hór mjög tiðar. Innarlega
gengur Fossárvogur vestur úr Berufirði. hann er stuttur
og hamrar fyrir ofan, er riðið yfir hann um fjöru Sunnan
með Berufirði er mjög hrjóstrugt og eins nesið, sem gengur
út af hinum einkennilega og hvassa Búlandstindi; á nesi
þessu, sem er tiltölulega lágt yfir sævarflöt, eru holt og
hamrar og skerast inn i það smávíkur og vogar, en mörg
sker eru fyrir utan. Norðan i nesið skerst Djúpivogur,
þar er allgóð höfn þegar inn er komið og töluverð verzlun.
Suður af Búlandsnesi skerst inn Hamarsfjörður og með
hon-um hefst lónamyndun Suðurlands, sem vér hér að framan
höfum itarlega skýrt frá.

Haf’nir. Pað gefur að skilja, að það er mjög
þýðingar-ínikið fyrir hvert land sem er að eiga góðar hafnir til að-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0124.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free