- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
154

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

154

Dalmyndanir.

og eyddust margir fleiri bæir, bæði i Yatnsdal, Hörgárdal
og viðar I Hörgárclal hafa oftar orðið skaðar að skriðum
og þar eyddust 1762 af skriðuhlaupum fjórir bæir, en þrir
menn dóu og margt kvikfé.2) I ágústmánuði 1877 skemdist
fjöldi jarða af skriðum i Hörgárdal, Yxnadal og Evjafirði.3)
Arið 1545 hljóp skriða á næturþeli á Skiðastaði i Yatnsdal
og urðu þar undir 14 menn.4) 1720 i október-mánuði féll
ógurleg grjótskriða á Bjarnastaði i Vatnsdal og tók af
bæ-inn og sex menn, var þar með bóndinn og kona hans;
hljóp hún siðan i ána og stiílaði hana, svo ei mátti fram
komast; náði sú skriða suður til Mársstaða og tók þar
nokkuð af velli. varð af henni og svo stifium þeim, er áin
gjörði, mikill skaði á jörðum beggja megin i dalnum, alt
fram að Hvammi og Kornsá.5) I Kjós er viða mjög
skriðu-hætt, hinn 20. febrúar 1642 tók snjóflóð öll hey á
Reyni-völlum og fjós með 13 nautum og á sunnudagskvöld i
miðjum þorra 1699 tók snjóflóð kirkjustaðinn á Reynivöllum,
þar týnclist Oclclur prófastur Jónsson og 6 menn aðrir, en 7
fundust með lifi, er til var grafið, og var eitt systir
pró-fastsins handleggsbrotin og hélt á barni. Annað snjóflóð
féll hina sömu nótt að Hurðarbaki gagnvart Reynivöllum
og clrap 13 nauta i fjósi.fi) Nóttina milli 17. og 18. desember
1 ^36 tók snjóflóð bæinn Norðureyri i Súgandafirði og urðu
10 menn undir, dóu 6. en 4 náðust lifandi, mjög þjakaðir
og meiddir, snjóskriðan hljóp yfir fjörðinn og á land hinu
megin.7) Um gilið fyrir ofan Norðureyri hafa siðan oft
komið snjóflóð með miklum grjótburði og fór eitt þeirra

’) islenzkir annálar 1888, bls. 366, 416.

-) Olavius: Oekonomisk Keise, bls. 297.

3) Norðanfari XVI, bls. 124.

4) íslenzkir annálar (1888), bls. 375. Eggert Olafsson’s Reise,
bls. 627.

Arbækur Espólíns IX. bls. 58. Jón Espólín segir að þetta liafi
orðið nóttina milli 10. og 11. október, en Páll Vídalín segir i bréfi til
Jonas tiam (A. M. nr 453 fol.) að það hali verið nóttina milli 7. og 8.
s. m. og eins segir Olavius bls. 206, jietta mnn því réttara.

Arb. Esp. VIII, bls. 63. Landf’ræðissaga II, bls. 59.

’’) Sunnanpósturinn III, 1838, bls. 61.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0168.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free