- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
189

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Öræíi og ób\’gðir.

189

Norður og vestur af Kjalvegi og Laugjökli er
öldu-myndað hálendi og heiðalönd mikil niður að dalabotnum.

r

Ut af norðurenda Langjökuls er hár fellarani úr móbergi.
og heitir þar Lyklafell, en þá tekur við Stórisandur,
mikið og hátt ölduland úr grágrýti. viðast 2000 til 2800 fet
á hæð yfir sjó; Sandur er svipaður að útliti öræfunum
norður af Hofsjökli, isnúnar klappir koma viðast fram i
hæða-kollunum, en möl og lausagrjót er ofan á i dældunmn.
Norður af Sandi er Dalskvislaland og Kúluheiði, og
liggur þar vegur af Sandi niður í Sviuadal, en aðalvegurinn
liggur austur yfir Blöndu og Svartá niður að Mælifelli i
Skagafirði. Sunnan til á Stórasandi er einstakt
móbergs-fjall, sem heitir Krákur (2687’), og vestur af honum er
Arnarvatnsheiði (17—1800 fet), þar er svipað landslag
einsog sunnan til á Sandi, melar, urðir, klappir, dældir og
bungur, viðast er grjót mjög vindnúið á yfirborði og isrákir
sjást þvi óviða. Landslag er ljótt • og tilbreytingarlaust,
sauðgróður er þó viða mikill og sumstaðar móar á köflum.
þegar vestur dregur fjölgar vötnum i lautunum. Hin helztu
vötn munu síðar talin, Arnarvatn er þeirra stærst. Hallinn
er svo litill hér á heiðuniun, að kvíslirnar úr vötnunum
renna allavega i króka og á misvixl, enda veitir héðan
vatni í ýmsar áttir, niður i Hvitársiðu og Pverárhlið,
Hrúta-fjörð og Miðfjörð. Sunnan við Sand og Arnarvatnsheiði
rennur Norðlmgafljót til vesturs-suðvesturs og milli þess og
Baldjökuls er hið mikla Hallmundarhraun, sem hefir
runnið úr Baldjökli, fyrir norðan Eiriksjökul niður i
Geit-lönd og Hvítársiðu, i þvi er Surtshellir (1077’).
Norð-vestur af Eiriksjökli vestan við Norðlingafljót
erPorvalds-háls (1355’) og svo Arnarvatnshæðir, mjög mikil röð
af öldum og ásum, sem nær norður að Arnarvatni og Sandi.
Norður af Arnarvatnsheiði tekur við Grimstungnah eiði
upp af Vatnsdal og Viðidalstunguheiði upp af Víðidal,
en til vesturs liggur Tvidægra. Allar eru þessar heiðar
hvor annari likar að eðli og útliti, nema hvað vatnamergðin,
lausagrjótið og gróðurinn vex eftir þvi sem vestar dregur.
A hinum viðáttumiklu norðurheiðum, norður og vestur af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free