- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
201

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

r

Obygðir og aí’réttir.

201

austri til suðvesturs, frá Skaftárjökli niður að Hnútu; i raiðri
gigaröðinni er fell, sem hefir klofnað, það heitir Laki (2719’),
og er eldborgaröðin stundum kend við það. Suður af Hnútu,
þar sem vesturbugðan er mest á Skaftá, eru á
Landbrots-afrétti ýms smáfell, þar er Leiðólfsfell syðst. Austan við
hraunin er lika röð af móbergsfellum, einnig frá landnorðri
tii útsuðurs, þar er Blængur, Varmárfeil, Galti og
fieiri fell; austur af þeim eru grágrýtishraun og
grágrýtis-bungur, Kaldbakur (2274’), Geirlandshraun og
Mikla-fell, móbergsfjall norður af Kaldbak. Afréttur þessi er
nyrzt mjög hrjóstrugur og gróðrarlítill, en sunnantil er viða
grösugt og góð beitarlönd.

Milli Hvei*fisfijóts og Skeiðarárjökuls gengur
hálendis-tunga útundan Yatnajökli niður að Fljótshverfi; hún er
sundurskorin af djúpum árdölum frá norðri til suðurs. Vestan
á tungu þessari við Hverfisfijótsdalinn er Brattháls og
Dalsfjall þar suður af, þá er Brunnárdalur og þar fyrir
austan Yxnároddasker nærri jökli, en Harðskafi, brattur
núpur, fram að láglendi; nokkru austar rennur Djúpá niður
og milli hennar og Núpsvatna er hátt fjailendi. Þar er
grasleudi i Alftárdal og hér og hvar i Rauðabergsheiði, þar
fyrir austan er hár fjallgarður, sem heitir Björn, hann
deilir vötnum til beggja hliða og renna margar þverár niður
af honum i djúpum gljúfrum. Björnínn er nyrzt 3149 fet á
hæð, en syðst 2620 fet, suður af honum er
Hvirfilsdals-skarð (1893’) og þar fyrir neðan Lómagnúpur (2445’),
það er geysimikill, þverbrattur höfði eða múli, sem gengur
út á sandana, sem þar eru ekki nema 150 fet yfir
fiæðar-máli. Norðaustur af Birninum er fjalllendi, sem heitir
Hvitároddi (3018’), og þaðan og frá aðalfjallgarðinum
liggja brattar hliðar, mjög sundurskornar af gljúfrum, niður
að Núpsvötnum, þar eru neðantil skógartorfur nokkrar milli
gljúfranna og heita þar Núpsstaðaskóga r bæði að austan
og vestanverðu við Núpsá. Milli Núpsár og Skeiðarárjökuls
er fjalllendi allstórt, sem heitir Eystrafjall (1922’) fremst
á því er Búnki (1794’), en austan við það hnúkaröð, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0215.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free