- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
275

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rangárvellir. Land.

275

Markarfljót mjög og skiftist i Pverá, Affall og Ala, en
kvislar þessar eru mjög mikliun breytingum undirorpnar
og eru áraskifti að þvi, hvort vötnin leggjast austur eða
vestur. Kvíslaland Markarfljóts heitir Landeyjar, þær eru
marflatar, en mýrlendar, votlendar og láglendar mjög(neðan til
10—30 fet y. sj.), þurrir grasblettir eru þar aðeins á stöku
stað. Fyrir ströndu eru malarkambar og sandar
(Landeyja-sandur), og fyrir innan þá eru gljár, straumlaust vatn, sem
lónar upp milli kvislanna. Smáger sandur er þar undir
jarðvegi. en jarðvegur er viða þykkur og undir honum mór
ofan á sandinum. Upp af Landeyjum er Fljótshlið og
Hvol-hreppur, sem áður var getið, undir og i hlíðum
fjallatung-unnar út af Tindfjallajökli en upp af Þverá eru
Rangár-vellir aðalbygðin. þeir liggja milli Eystri og Yestri Rangár
upp i Hekluhraun. Sveit þessi er sléttlend og undir
jarð-vegi eru þar þykkar móhellumyndanir og roksandur allmikill
ofan til sumstaðar og austan til næst Hekluhraunum;
jarð-vegur er þar sendinn og harðlendi viða, sumstaðar
gróðrar-litlir sandar, sumstaðar flatt kvistlendi, sumstaðar grasgefnir
móar. Lækir sjást þar varla á yfirborði, þeir liafa grafið
sér djúpa farvegi niður i móhelluna og kvislast grófir þessar
á ymsan hátt um hóraðið, sumar eru vatnslausar á sumrum,
en fyllast i leysingum á vetrum og á vorin; sumstaðar
haldast lækirnir árið um kring og er þá stundum gras og
engi á botni grófanna. A Rangárvöllum er viða hellar i
jörðu og nota menn þá sem fjárhús og geymsluhús.

jSIilli Vestri-Rangár og Pjórsár liggja tvær sveitir, Land
norðan og austan til, Holt að sunnan. Land eða
Land-sveit er hvað jarðm}rndun snertir lik Rangárvöllum, þó er
þar roksandur miklu meiri, því bygðin liggur opin fyrir
landnorðanveðrum innan af hálendi, hraun eru þar alstaðar
undir og móhella og roksandur ofan á; þar er flatlendi,
nema hvað nokkrar hæðir og ásar eru syðst og vestast,
afleiðingar af hæðunum i Holtunum. Fyrrum hefir þykkur
grasvegur legið yfir öllum hraununum á Landi og hefir þar
viða verið skógur, nú er þar mjög blásið, á stórum svæðum
alveg niður í hraun, sandrokið hefir etið sig inn i jarö-

18*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0289.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free