- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
333

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Markarfljót. 333

áður en hún fellur ofan í Jökuldal. Fyrir ofan Brú kemur
Rej^kjaá að vestan úr Laugarvalladal og brýzt fram úr
djúpu gljúfri. áður hún rennur í Jökulsá. I B,eykjaá falla
Yesturdalsá og Fiskiá, hún kemur úr smávötnum á
Jökuldalsheiði (Matbrunnavatni og Krókavatni). Fyrir neðan
Brú renna i Jökulsá að norðan Pverá (úr Pverárvatni og
Anavatni), en að sunnan Hrafnkelsá úr H r a f n k e 1 s d a 1, þá má
nefna Gilsá að vestan, Hólkná að austan, og margar aðrar
þverár, eru þær flestar strangar og stórgrvttar og oft ófærar
á vorin, þær hafa nú á seinni árum sumar verið brúaðar.
Jökulsá fossar sjálf niður dalinn i djúpum og þröngum
far-vegi með hávöðum og ströngum straumi yfir klappir og
stórgrvti og hvergi má hún þar heita reið og sjaldan
ferju-tæk sakir stríðleika; kláfdrættir eru á henni ofan til og brú
niðurfrá hjá Fossvöllum á þjóðveginum. hún er gömul og
hefir oft verið endurnyjuð. fyr meir var hún hin eina brú
á Islandi og þótti furðuverk.1) Jökulsá rennur síðan niður
með Jökulsárhlíð, breiðist þar út og kvíslast; skamt fyrir
neðan, þar sem Kaldá fellur i hana, sendir hún kvisl í
Fögruhliðará, sem rennur út i sérstakt lón, og aðra,
Geirastaðakvísl, yfir i Lagarfljót,2) siðan fellur hún beint
til sævar á Héraðssandi i einum ósi.

Lagarfljót hefir líka upptök sín i Vatnajökli, það er
19 miiar á lengd frá jökli til sævar og vatnasvið þess 50—60
ferh. milur. Pað fær aðalvatnsmegn sitt úr tveim ám, er
saman falla, Jökulsá i Fljótsdal og Kelduá. Kelduá (7
milur) er hin eystri, hún kemur úr litlu vatni undir
Geldinga-felli við austurenda Vatnajökuls, í hana rennur jökulkvisl
þar efra, sem heitir Blanda, en niður undir
Þorgerðar-staðadal sameinast hún Sauðá, sem kemur úr vatni, er
liggur á grjótunum upp af Geithellnadal. Jökulsá í
Fljótsdal (8 mílur) kemur undan E\’jabakkajökli i ótal
kvislum og rennur þar um leirur og graslendi mikil, sem
kölluð eru Eyjabakkar; i hana rennur Þjófagilsá, sem

’) Andvari IX. 1883, bls. 40-41.
2) Andvari XXIV. 1899, bls. 58.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0347.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free