- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
111

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Snæfellsjökull.

111

t

Eldfjöll a Snæfellsuesi. A Snæfellsnesi er aðeins eitt

stórt eldfjall, Snæfellsjökull (4577’), en hann ber lika

langt af öllum fjöllum á nesinu. Snæfellsjökull er strýtu-

fjall. hulið jökli að ofan, einsog áðm’ heíir verið lj’st, þó er

strytulögunin ekki regluleg, nema að sjá frá suðri. útúr

fjallinu eru vmsir hnúðar og múlar, einkum að norðan og

vestan. alt er fjallið hulið hraunum fyrir neðan snjó og

sumstaðar standa hraunhryggir uppúr gaddinum, hraun þekja

og allar hliðar og undirlendið i kring niðiu- i sjó. þar sem

móbergsmúlar ekki eru til fyrirstöðu. Jökulþúfurnar á efsta

tindiiium eru liklega hnúskar á röndum eldgigs undir hjarni.

Fjöilin, sem ganga norður undan Snæfellsjökli, niður af
i

Olafsvikurenni og vestur i Bárðarkistu og Hreggnasa, eru
samsett af móbergi, þussabergi, jökulruðningi,
hnullunga-bergi. isnúnum grágrýtishraunum og nýjum hraunum með
ýmsri röð og afstöðu; þá eru* þar ennfremur innskotslög og
hnúskar af liparíti sumstaðar. Eldfjall þetta er æfagamalt
og hefir liklega byrjað gos fyrir isöldu og haldið svo áfram
jafnt og þétt, þangað til framundir landnámstið.
Snæfelis-jökull hefir fyrrum spúið miklum liparitvikri, af honum er
alstaðar kringum jökulinn allmikið undir jarðvegi og
sum-staðar eru stórir ljósir vikrar uppi undir snælinu; lijá
Helln-um sjást i mógröfum tvö lög af líparítvikri. Ekki vita
menn til þess, að Snæfellsjökull hafi gosið, siðan land
bygðist, en áður hafa gos verið þar mjög tið.1)

011 suðvesturhlið Snæfellsjökuls, frá Stapafelli að
Hregg-nasa, er fyrir neðan snjó þakin óslitniun hraunbreiðum og
hafa hraunfióðin fossað þar hvort yfir annað. Hér og hvar
eru allstórir hliðargigir á jöklinum t. d. Kviahnúkur,
fyrir norðan Hellna, tveir stórir gigir upp af Hólahólum og
Skál, norðvestur af jöklinum. allir uppi við snælinu. Auk
þess eru á láglendi ýmsar gigaraðir, sem standa i nánu
sambandi við Snæfellsjökul og eru liklega myndaðir á hinum

’) Sumstaðar er getið um eldgos 1219 í sjó fyrir utan Neshrepp,
en líklega er það missögn og átt við gos fyrir Reykjanesi. fað væri
þó alls ekki ólíklegt að liér gæti gosið á mararbotni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free