- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
148

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

148

EldfjölL.



þeir voru teknir upp. Hinn 14. september var orðið kyrt
og gosið á enda; þvi fylgdu miklir jarðskjálftar i næstu
sveitnm. Mest aska féll i Skaftártungu og var hún þar i
leggband á sléttlendi. þar sem minst var. Mikil aska féll
og i Alftaveri. Meðallandi. Landbroti. Siðu og Oræfum og
töluvert austur i Hornafirði; askan barst, einnig til
Björg-vinar i Noregi. Petta ár og hið næsta lágu 18 jarðir i eyði
og viða varð fjárfellir. 1660 gaus Katla, um kvöldið 3.
nóvember, og sást eldurinn langt fram á vetur. öskufall varð
viða mikið og spilti högum. en mest var það í Skaftártungu.
Gosið 1721, ll.mai, var mikið gos; hinn 13. mai nær
miðj-um morgni var öskugosið ákafast, þá sló svo miklu myrkri
yfir Bangárvalla- og Arnessýslur að kveykja varð ljós og
gengu sifeldir stórbrestir, stóð myrkur þetta til hádegis:
varð aska og sandur i Biskupstungum á sléttlendi sauðum
yfir lágklaufir, en fyrir austan Hvitá hestum upp fyrir
hófskegg. A Saurbæ á Hvalfjarðarströnd varð að kveykja
ljós um hádegi og af grynstu miðum í Garði ætluðu
sjó-menn ekki að rata í land. Hinn 16. mai lagði mökkinn
yfir Norðurland með miklu myrkri og sandfalli, alt vestur
til Svarfaðardals; i Eyjafirði var sporrækt af sandi og
sum-staðar i skóvarp. Gosið hélzt fram á haust, en var jafnan
vægt eftir þetta. Hinn 17. október 1755 gaus Katla og hið
sama ár voru landskjálftar á Norðurlandi og jarðskjálftinn
mikli i Lissabon. Oskugosin héldust með rykkjum út
mán-uðinn, en eftir það dró úr aili þeirra, þó héldust þau við
og við alt fram undir ágústmánaðarlok 1756, eftir 25. ágúst
þ. á. varð hvorki vart við eld né ösku. Takmörk
ösku-fallsins voru Leirá i Borgarfirði að vestan, en Djúpivogur
að austan, en mest var öskufallið í Skaftártungu, Alftaveri
og Fljótshverfi. Viða rigndi vikursteinum, 2—3 punda
þungum, og i Hrifunesi í Skaftártungu féll steinn, sem var
14’ a pund á þyngd. Ofan á eldgosin bættist harður vetur,
slæmt vor og hafisar, svo í þessum héruðum og viðar varð
almennur fellir og hallæri. 1823 sást i febrúarmánuði
reykjar-mökkur i Vatnajökli, norður af Lómagnúpi, en þá var gosi í
Eyjafjallajökli slotað, þó gufur sæist enn uppúr jöklinum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0160.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free