- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
237

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ölkeldur.

237

getið i fornum bókum1), Konungsskuggsjá segir: »svá er
sagt at keldur séu þær á Islandi, er menn kalla ölkeldur,
og er þvi svá kallat, at vatn er þar er i er líkara þefjat
munngáti en vatni. Og þó menn drekki þar af, þá fyllast
menn ekki af þvi vatni, heldur sjatnar þat vel og rennur i
hörund sem munngát; fleiri eru ölkeldur á þvi landi en ein,
er ölkeldur eru kallaðar. En þó er sú ein, er bezt er og
frægust af öllum og liggur sú i dal þeim, er heitir
Hitár-dalur. Svá er sagt af þeirri keldu eður vatni þvi er þar er
i, at þat er dámat álíkt munngáti og til gnógs at drekka
og þat er mælt. at þat fái svá nökkut á mann ef þat er
mjög drukkit. En ef menn gjöra hús um kelduna þá hverfur
hún brott úr húsinu og brestur upp fyrir utan húsit. Svá
er og sagt at menn megi þar af drekka við kelduna, slikt
hver vill, en ef þeir fysast brott at hafa með sér, þá dofnar
þat skjótt, og er þat þá eigi betra enn annat vatn eður
þaðan af verra.«2) Pað er alkunnugt og eðlilegt að
öl-kelduvatn dofnar, ef það er fiutt burt, af þvi kolasýran
rj’kur úr þvi. Ölkeldan mikla i Hitárdal er fyrir löngu
horfin3).

Pess má hér geta, að i eldfjallalöndum streymir eigi
óviða hrein kolasjra upp um rifur og holur i jörðu, án þess
að vera blönduð vatni. Sjaldan taka menn þó eftir slikum
kolasýrukeldum (mofette), nema þegar svo mikil kolasýra
safnast i brunna, hellra eða skúta, að andrúmsloftið eitrast
eður verður jafnvel banvænt. Nokkrum sinnum hafa á
Is-landi orðið slys að þvi. Þess er t. d. getið i annálum árið
1706, að þá köfnuðu 50 sauðir i helli við túnið á bæ þeim,
er Hamrar heita i Mýrasýslu4) og bóndinn sem inn fór fanst
þar lika dauður. Oftar hafa slik slys orðið í brunnum og
hellum.

Landfræðissaga I, bls. 67, 70, 138, 143, 256, 257 og víðar.

2) Konungsskuggsjá. Kristiania 1848, bls. 38.

3) Eggert Olafsson getur þó um tvær litlar ölkeldur í Hítárdal,
sem liklega eru nú uppþornaðar iRejse, bls. 253—254).

4) Líklega í Hraunhreppi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0249.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free