- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
246

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

246

Breiinisteinsnámur. 246

af brennisteini, en leirpyttir eru þar ekki. Þar var mikill
brennisteinn tekinn til forna, þó örðugt væri að sækja
hann og flytja þrjár þingmannaleiðir norður til Húsavikur.
í Dyngj uf j öllum er dálítið af brennisteini og
gufuliver-um, sunnan við niðurfallið mikla i Oskju og viðar i
fjöll-unum, og vikurgigurinn, sem gaus 1875, er orðinn að
sjóð-andi leirhver, eins og fyr hefir verið getið. Ennfremur
eru brennisteinshverir í gígum norðan i Kverkfjöllum
og leggur þaðan mikla brennisteinsfýlu. Liklega eru
brennisteinshverir sumstaðar undir jöklum, og er liklegt
að þeir séu orsök hinnar svokölluðu jöklafýlu, sem
stund-um finst við Hverfisfljót, Jökulsá á Sólheimasandi og viðar.

Brennisteinn var snemma fluttur frá Islandi og
var þá dýr verzlunarvara. Svo virðist sem erkibiskup i
Niðarósi hafi á 13. öld haft nokkurskonar einkarétt til að
flytja eða kaupa brennistein frá Islandi, en konungur vildi
draga þann rétt undir sig1); árið 1340 var gerður dómur
kórsbræðra um biskupstiund af brennisteini og öðrum
is-lenzkum kaupeyri2), svo þá hefir brennisteinn ekki
ein-göngu verið áskilinn erkibiskupi. Finnbogaætt átti lengi
eignir miklar við Mývatn og brennisteinsnámurnar þar;
ætt þessi var komin af Finnboga gamla á Asi í
Keldu-hverfi, er var uppi á 14. öld; hann var sonur Jóns Langs.
Tóku þeir ættmenn brennistein úr námunum og fluttu til
Húsavíkur, en stundum seldu þeir ýmsum námurnar á leigu.
Hamborgarar keyptu brennistein á Islandi á fyrri hluta 16.
aldar og varð Danakonungur að kaupa af þeim brennistein
til púðurgerðar með geypiverði, en 1561 bannar konungur
Islendingum að selja útlendingum brennistein, nema þeir
hefði sérstakt leyfisbréf. Arið 1563, 15. ágúst, kaupir
kon-ungur Hliðar-, Fremri- og Kröflunámur af þeim bræðrum
Nikulási og Vigfúsi t’orsteinssonum, og fengu þeir
Munka-þverárklausfcur og I^ingeyjarsýslu afgjaldslaust til umráða
i nokkur ár. Eftir þetta lét stjórnin út hina 16. öld flytja

Dipl. Isl. II, bls. 161, Biskupasögur I, bls. 713.
Dipl. Isl. II. bls. 728-729.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free