- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
258

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

258

Islenzkar bergtegunclir.

í skáninni1). fær steintegundir, sem myndast i holum og
sprungum basaltsins hér á landi, eru allmargar. Pessar
eru helztar: kalkspath, kvarts, kalsedón, jaspis, ópal,
græn-jörð og svo margar tegundir geislasteina. Steinefnin
virð-ast fylgja vissum lögum hvað niðurröðun snertir; þar sem
kvarts eða kalkspath fyllir blöðrurnar, er lítið af
geisla-steinum, en þar sem mikið er af þeim, vantar vanalega
hinar steintegundirnar. I Grákolli við Reyðarfjörð er t. d.
mikið af kvartsi og kalsedónum, en engir geislasteinar; við
Teigarhorn nærri Djúpavogi er mjög mikið af geislasteinum,
en þvi nær ekkert af hinu. Stundum hefir vatn og loft
ummyndað blágrftislögin svo, að þau varla tolla saman,
og eru þá i fljótu bragði oft svipuð móbergi, gegnumofin
af geislasteinsskánum og grænjörð og blönduð ýmsum
um-mynduðum steinefnum og úrgangi. fau basaltlög, sem
mikið er i af steinfyltum holum, eru algengust neðan til i
fjöllum, þvi hærra sem kemur, því minni er steinfyllingin
og efst eru holurnar tómar. Pað er eðlilegt að svo só, því
neðstu lögin eru elzt og vatnið hefir þvi um lengstan tima
verkað á þau, ummyndað þau og uppfylt holurnar.

Blágrýtið er aðalbergtegund landsins, þvi það er eigi
aðeins aðalefni allra blágrýtisfjalla, heldur eru einnig molar
úr þvi og óteljandi innlög hátt og lágt i flestum
móbergs-og þussabergsfjöllum og nærri öll ný hraun eru úr blágrýti.
Mestalt lausagrjót og mestallur jarðvegur landsins á
upp-runa sinn að rekja til basaltsins; efnasamsetning
jarðvegs-ins er aðallega komin undir niðurröðun og eðli steinefnanna
i blágrýtinu og hvernig þau liðast sundur. Vatnið, sem
fellur á jörðina, er altaf blandað lofttegundum (kolasýru,

fegar basaltið er orðið mjög sundurliðað og meyrt kringum
holurnar feða möndlurnar), fer svo að lokum, að aðalefni bergsins
berst burt, en „möndlurnar" verða eftir og hafa að utan þá mynd,
sem þær hafa. hlotið eftir lögun holunnar. fessa steina innan iir
holum blágrýtisins kalla menn sumstaðar hér á landi „bergfæðinga",
og þá sem eru aðeins þunn skán með miklu holi innan í
„sund-steina", af |>vi þeir synda. þegar þeir eru látnir i vatn. Lausir
draugasteinar (kalsedónar), sem áður hafa verið í blágrýtisholum,
eru víða algengir innan um möl og sand.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0270.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free