- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
278

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

278

Surtarbrandur.

stofnar nærri surtarbrandslögum, sem hafa haldið formi
sinu og byggingu nokkurn veginn óbreyttri.

I leirnum hjá surtarbrandinum finna menn stundum,
einsog fyr var getið, blaðför ágætlega glögg, með hverri
taug og skoru einsog lifandi væri. n eru eigi a morgum
stöðum þau skilyrði fyrir hendi, sem þarf til þess að blöðin
geti geymst, leirinn verður að vera mjög finn, mátuiega
harður og yfirleitt með sérstöku eðli, ef hann er nokkuð

sendinn, geta blaðleifarnar illa
hald-ist óskemdar. A Yestfjörðum hafa
jurtasteingjörfingar fundist á 7
stöð-um, við Brjámslæk og i Vaðaldal,
i Mókollsdal og við Steingrímsfjörð
hjá Tröllatungu og Húsavik
sunnan-fjarðar, við Gautshamar og
Mar-grétarfell norðanfjarðar. Pá hafa
ennfremur fundist
plöntusteingjörf-ingar á Langavatnsdal og upp af
Hreðavatni i Primilsdal og
Fifu-dal, en fremur óglögg blaðför nærri
Arbæ i Skagafirði og hjá Yindfelli
i Yopnafirði. A nokkrum fleiri
stöð-um sjást reyndar jurtaleifar, sem
éru svo skemdar, að þær er eigi
hægt að ákveða Langglöggust og
fegurst eru blaðförin hjá
Brjáms-læk og Tröllatungu; hjá Brjámslæk
urðu menn þeirra fyrst varir, Egg-

r

ert Olafsson fann þau þar 1753.
Hjá Brjámslæk eru blaðförin í
hörð-um og smágjörfum leirflögum eða
steinbrandi, hjá Tröllatungu í mjallahvítum leir, hjá
Húsa-vík i leirhnúðum, i Primilsdal i gráum leir o. s. frv.

Þegar surtarbrandurinn myndaðist á Brjámslæk voru
þar stórir skógar. Algengast allra trjánna var hlynur (Acer
otopterix), sú trétegund óx þá um alt Vesturland, blöðin voru
stór og fögur, handrifjuð og þrískift, ávextirnir með löngum,

117. mynd. Uppdráttur
af nágrenni Brjámslækjar;
f. Th. mældi 1886.
Tölurn-ar hæðir í metrum; þar
sem krossinn er hjá tölunni
170 er surtarbrandsgilið;
við krossinn hjá tölunni 201
eru jurtasteingjörfingar í
Vaðaldal.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0290.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free