- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
306

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

300

Sævarraenjar. 306

um verið stórir ílóar, þar sem nú eru láglendi, og hafa
jökulár borið leirinn út i fióann og þar hefir dýralif
þrosk-ast á mararbotni, sem er nú orðinn þurlendi, skeldýraleifar
eru þvi hér miklu algengari en annarstaðar á landinu, þar
sem sæbrattara var. Lagskifting leirsins er oftast mjög
regluleg, lögin lárétt og hafa sjaldan raskast, á stöku stað
eru í leirnum isnúin björg, sem hafis hefir borið frá jöklum
út á sjó, en þau hafa sokkið, er jakarnir bráðnuðu,
sum-staðar er smærra grjót innan um, isrákaðir steinar og möl.
Pykt leirlaganna er mjög mismunandi, oftast 10 —15 fet,
þó stundum miklu minni og lika stundum töluvert meiri,
alt að þvi 120—150 fet; hvað mikill leir hefir safnast, er
komið undir landslagi og öðrum kringumstæðum. Leir

þessi hefir myndast
um lok isaldar, undir
honum eru viðast
is-núnar klappir og sýna
þær, að landið hefir
verið ofansævar og
getað núist af jöklum,
áður en sjór gekk inn
á láglendið. Ymsar
likur eru til þess, að
sjór hafi oftar en einu
sinni gengið inn á Suðurlandsundirlendið og eins inn i dali
nyrðra, en það er ekki fullrannsakað enn. Skeljarnar í
leirnum eru yfirleitt hinar sömu sem enn lifa við strendur
íslands; þó hafa á stöku stað fundist skeljar, er bera vott
um meiri kulda i sjónum en nú er. Skel sú, sem kölluð er
Yoldia arctica, þykir viðast, fyrir sunnan heimskautsbaug,
órækur vottur um ísaldarkulda. Skel þessi er nú algeng í
ishafi fyrir norðan Siberiu, þar sem sævarhitinn við
botn-inn er 0° til -4- 2° C; við vesturströndu á Spitzbergen, þar
sem botnhitinn er 4- 1°, er hún mjög óalgeng og eins við
vesturströndu Grænlands; aftur er hún algeng norðan til
við austurströndu Grænlands og i Baffinsflóa. A íslandi
hefir >Yoldia« fundist á nokkrum stöðum i Stafholtstungum

A E. Nordenskiöld.

127. mynd. Yoldia arctica.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0318.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free