- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
322

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32-2

Steinaríki.

jurtasteingjörvmgar hafa einnig fundist á þvi svæði nær
bygðum1). Pá er ennfremur dálítið af mókolum með
surt-arbrandi í Stafholtskastala, undir Skorarhliðum, við
G-ils-fjörð milli Skarðs og Fagradals i fjörumáli, við
Steingrims-fjörð og mjög víða á Vesturlandi, í Skagafjarðardölum. á
Tjörnesi og við Vopnafjörð2). Hvergi hefir þó borgað sig
að taka upp kol að neinum mun, en á stöku stað eru
mó-kol og surtarbrandur notaður til eldiviðar á næstu bæjum.

r

Ur surtarbrandi hafa menn sumstaðar smiðað ýmislega
bús-hluti, fremur til gamaiis en gagns.

Silfurberg kalla menn á Islandi gagnsætt, gljáandi,
hreint og litlaust kalkspat (Calcit), sem er samsett af kalki
og kolasýru. Pó steintegund þessi hafi hlotið þetta nafn
hjá islenzkri alþýðu, á hún ekkert skylt við silfur. Hreint
silfurberg er vatnstært og hrekkur hæglega sundur i
ein-tóma skáteninga (rhomboeder) ef á það er slegið.
Silfur-bergið er orðið frægt fyrir einkennilegt. tvöfalt geislabrot,
sem Erasmus Bartholin fann 1669. Þeg ar silfurbergið
er alveg tært og hreint, er það notað til sjónaukaverkfæra
(Nicols prisma), sem notuð eru til að kanna ljósbrot i
ýms-um krystalkendum efnum. Alveg tært silfurberg er mjög
sjaldgæft og því verðmætt, það sem notað er til verkfæra
kemur mestalt frá silfurbergsnámunni við Heyðarfjörð.

Smáagnir af silfurbergi eru algengar i holum og
sprung-um blágrýtisfjalla á Islandi saman við geislasteina og
drauga-steina. Sumstaðar hefir mikið af þessu hreina kalki safnast
saman i stórar sprungur og holur, hefir liklega á löngum
tima skilist frá kalkblönduðu vatni, sem siast hefir gegnum
glufur blágrýtisfjalla. Mest er af silfurbergi nærri
Helgu-stöðum við R-eyðarfjörð. Silfurbergsnáman er litlu utar

») Andvari X. bls. 8-9; XV. bls. 117—118.

f

s) A seirini árum bafa við og við sézt smágreinar í íslenzkum
blöðum um nýjar kolanámur, en allar þessar nýfundnu námur eru
alkunnar fyrir löngu og hefir öllum verið áður lýst á prenti. Síðan
menn á 18. öld gjörðu sér mikið far um að leita uppi allar
lands-nytjar á Islandi, hefir ekkert nýtt fundist af því tagi, sem nokkuð
kveður að.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0334.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free