- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
359

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Snjóar.

359

það er víða á Suðurlandi sjaldgæft, að hægt sé að nota
þess-konar samgöngufæri. Annars getur víðast á Islandi snjóað
á öllum árstimum, þó það sé sjaldgæft á Suðurlandi að þar
snjói á sumarmánuðum að mun. A útkjálkum nyrðra og
vestra er snjókoma eigi sjaldgæf á sumrum, einkum þegar
hafis er við land og það ber stundum við i nyrztu sveitum,
að slikar snjóhríðar koma um sláttinn, að hýsa verður
naut-pening um styttri eða lengri tima. Uppi á öræfum koma
stundum kafaldsbyljir með frostum i júli og ágúst og uppi
á jöklum snjóar við og við alt sumarið. Samkvæmt
athug-unum i 30 ár snjóar að meðaltali á ári 84 daga í
Stykkis-hólmi, 44 daga i Vestmannaeyjum, 50 daga á Berufirði, 45
daga á Papey og 64 daga í Grímsey.

Snjókoma er ákaflega mismunandi eftir árferði, í
harð-ærum hefir fé oft fent þúsundum saman og drepist i
snjó-hriðum. Hvað snævarhæðin hefir verið mikil er einnig
mjög mismunandi. Um sérstaklega mikla snjóa er helzt
getið á eftirfylgjandi árum: 1405 var kallaður snjóavetur
hinn mikli. 1562 kom á kyndilmessu snjór svo mikill, að
hann varð á dýpt manni i öxl, en hesti i klifberafjöl á sléttu.
1581 dreif svo mikinn snjó niður á Suðurlandi á
góuþræl-inn, að hann var hesti á miðjar síður, sá snjór lá fram yfir
sumarmál. varð ekki farinn utan ferillinn bæ frá bæ

11889-90 1890 - 91 1891-92 1893-94 1894-95
September.......... 0 0 0 2 0
Október............. 2 4 1 2 1
Nóvember........... 9 10 10 5 2
Desember........... 23 12 26 27 23
Janúar.............. 31 13 25 14 18
Febrúar............. 15 13 29 28 3
Marz................ 16 30 24 14 8
Apríl............... 0 2 6 0 5
96 84 121 92 60

r

A þessum 5 vetrum snjóaði í fyrsta sinn 28. okt., 28. sept., 24. okt.,
19. sept., 31. okt. og seinast 20. marz, 18. apríl, 26. apríl, 30. marz, 18.
ápríl. Oft tók snjó upp aftur eftir einn eða tvo daga, en lengst lá
hann veturinn 1891—92, 63 daga samiieytt, 19. janúar til 21. marz.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0371.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free