- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
373

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

t

Arferði.

378

en fæöa upp börnin.1) í Grettissögu er getið um hallæri

svo mikið, að ekki hefir jafnmikið komið. Pá tök af ná-

lega allan sjávaralia og reka. Pað stóð yfir mörg missiri.2)

Einhvern tima á þeim árum hefir líklega verið fellivetur

sá, sem getið er um i Laxdælu, þegar Harri. hinn ferhyrndi

uxi. er Olafur pá átti, gekk úti um veturinn og krafsaði

fyrir 16 nautum og kom þeim öllum i gras.3) Nálægt 990

mun það hallæri hafa verið, sem getið er um i sögu Olafs

konungs Tryggvasonar, þá dó fjöldi manna af sulti, þá

safnaði Svaði á Svaðastöðum fátækum mönnum og ætlaði

að drepa þá og lét þá grafa gröf handa sjálfum sér, en Por-

varður ’Spakböðvarsson bjargaði þeim. Pá var dæmt á hér-

aðsþingi að leyft var að gefa upp gamalménni og þá sem

vanheilir voru og veita enga björg, en Arnór kerlingarnef

frelsaði þá fyrir áeggjan móður sinnar. Pá er sagt að hafi

verið hinn snarpasti kuldi og frost og hinir grimmustu

norðanvindar, en svelli og hinu harðasta hjarni var steypt

yfir alla jörð.4) Pað er auðséð á sögunum, að mörg harð-

t

indaár hafa gengið yfir Island á seinni hluta 10. aldar, svo
sjaldan munu hafa verið meiri harðindi á Islandi; það ár,
er Hallgerður lét stela matnum i Kirkjubæ (983), var hart,
»i þann tíma kom hallæri mikit, svá at menn skorti bæði
hey ok mat, ok gekk þat um allar sveitir«.5) Yeturinn eftir
bardagann á Hrisateigi (c, 988) var harður og snjóasamur.
Um það segir Glúma: »Nú várar’illa ok verðr torsótt alt
at fá; en hestum mátti trautt koma yfir heiðar fyrir snjó«.6)
Hannes biskup Finnsson getur þess til, að harðæri þessi
hafi stutt að þvi, að svo rnargir leituðu til Grænlands eftir
áeggjan Eiriks rauða.

A 11. öld virðist árferði hafa verið betra, þó komu þá
líka oft harðindi sem endrarnær. Þegar Ofeigur Járngerðar-

Keykdæla saga (1896), 7. kap., bls. 20.

2) Grettis saga (1900), 12. kap., bls. 22.

») Laxdæla (1895), 31. kap., bls. 86.

4) Fornmannasögur II, bls. 222—228.

5) Njáls saga (1894), 47. kap., bls. 110-111.

6) Glúma (1880), 24. kap., bls. 73.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0385.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free