- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
374

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

374 At-ferði.

son í Skörðum settist upp á Möðruvöllum hjá Guðmundi
rika (1001 —1002?) var hallæri mikið i Þingeyjarþingi og
mikil óöid á mönnum »norður þar®.1) Þegar Gestur
Odd-leifsson i Haga andaðist (1010?) var veturinn kuldasamur
og isaiög mikil og hafði lagt langt út Breiðafjörð.2) 1010
—1012(?), þann vetur er Snorri goði bjóst til atfarar að
Ospak á Eyri, var »vetrarriki á mikit, ok lágu firðir allir<;
litlu fyrir föstu lá is á Kolgrafarfirði og öðrum fjörðum
norðan á Snæfellsnesi. A þeim árum er getið um
vetrar-riki og jarðbönn i Bitru, »tóku menn þá aflát stór, en
sumir ráku fé sitt um heiði. Um veturinn á Gói kom hrið
mikil ok helzt hon viku; þat var norðanveðr mikit. Enn
er aflétti hriðinni, sá menn, at hafíss var at kominn inn i
Bitruna; fóru menn þá at kanna fjörur sínar« og fundu
rekinn hvai.3) 1015. í>á var hart á Norðurlandi er
Guð-mundur riki sendi f’orbjörn rindil til þess að njósna um
Porkel hák, var þá hallæri, en hvalveiðaár mikið norður
um Tjörnes, svo liklega hefir hafis mikill komið að landi.4)
I Grettis sögu er nokkrum siimum getið um veðráttufar,
hríðar og harðæri. Ilt var veður þegar Glámur varð úti
og kalt þegar Grettir og þeir fóstbræður Porgeirr og Por-

r

móður fóru til Olafseyja að sækja uxann og hörð veðrátta
og stórviðri voru oft meðan Grettir var i Drangey.5) 1047
nefna annálar frostavetur hinn mikla. Arið 1056 kastaði
tólfunum, þá er kallaður óaldarvetur liinn seinni, eða hinn
mikli, eða óöld i kristni. Haukur iögmaður segir i Land-

r

námu: »Attatýgi vetra siðar (en óöld i heiðni) varð annat
óáran; þat hófst þann vetr, er ísleifr tók biskupsvigslu af
Alberto Brima biskupi; þat var um daga Haraldar konungs
Sigurðssonar. En þann fyrsta vetr, er Isleifr biskup var á
íslandi, var manndauði sem mestr á Islandi af sulti; þá var
ait þat etit, er tönn festi á. En um sumarit lét biskup þvi

’) Ljósvetninga saga (1896), 6. kap., bls. 16, 25.

2) Laxdæla (1895), 66. kap., bls. 209-210.

s) Eyrbyggja (1895), 57. kap., bls. 146.

*) Ljósvetninga saga (1896), 18. kap., bls. 61, 76, 136.

6) Grettis saga (1900), bls. 102, 151, 240, 241-242.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0386.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free