- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
450

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

450

Jurtaríkið.

kunnir, af þeim þekkjast 20 tegundir. Flestar hinar æðri
jurtir verða f}rrir ásóknum sníkjusveppa og hafa þeir
fund-ist á 219 islenzkum jurtategundum og á sumum margir. A
birki (Betula odorata) hafa fundist 54 tegundir sveppa,
fiest-ir á berki og viði, aðeins 5 á blöðum þess; á loðviðir hafa
fundist 14 tegundir, á rjúpnalyngi 11, á fjalldrapa og
grá-viðir 10, o. s. frv. Um jurtarek i vötnum hefir áður verið
getið (I, bls. 342), en annars hefir hinn smæsti gróður,
dia-tómear og þesskonar, ennþá mjög litið verið rannsakaður.1)

XIV. Dýraríki íslands.

Dýralífið á íslandi hefir eðlilega, eftir legu landsins,
að sinu leyti, svipaðan blæ einsog jurtagróðurinn, það er
náskylt d)’ralifi hinna norrænu landa og heimskautslanda.
Pað gefur að skilja, að dýralifið getur eigi verið
fjölskrúð-ugt í jafnnorðlægu og afskektu landi sem Island er, og sé
eingöngu tekið tillit til landsins sjálfs. þá er dýrarikið miklu
fátæklegra en jurtarikið, og veldur einangrunin þvi. Dýrin
hafa ekki getað komist hingað yfir svo mikil höf á svo
stuttum tíma sem liðinn er siðan á ísöldu. Pað eru aðeins
fuglarnir, sem hæglega geta komist i afskektar eyjar, enda
eru landfuglar fieiri að tiltölu en önnur landdýr, en fjöldi
þeirra takmarkast þó mjög af fæðunni, af skordýrum og
fræjum. Oðru máli er að gegna með sædýralífið við
strend-ur landsins, það er auðugt og margbrotið; heitir og kaldir
straumar mætast við Island og gera lifsskilyrðin breytileg,
en volgi sjórinn að sunnan hefir yfirhönd. Af þessu leiðir
að höfin kringum Island mora af fiskum af ýmsum
tegund-um og að hið lægra dýralif, botnlífið, fjörudýrin, rekið á

’) Sbr. Landfræðissaga IV, bls. 191—192, 194.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0462.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free