- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
534

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

534

Fiskai-.

eru altaf á flökti og stundum á langferöum og eru þá mjög
oft i stórum hópum, sem eru kallaðir göngur, torfur eða
váðir. Mikill grúi fiska eru farfiskar, einsog t. d. þorskur.
ísa, sild, loðna, trönusili, upsi, makriii, hákarl, álar. urriðar,
iaxar o. fl., og er það sumpart ætið, sem rekur þá i
lang-ferðir, sumpart æxiunarhvötin, flestir hraða sér þá upp að
ströndunum til að gjóta, en einstöku fiskar, einsog áliinn,
fara frá landi út á rúmsjó i sömu erindagjörðum. Sumir
fiskar eru nokkuð staðbundnir, þó þeir sjaldan haidi sig
mjög iengi á sama stað og færi sig alllangt eftir æti og
eðlishvötum, skötur, sandkolar, skrápkolar, lúður, steiubitir
og keilur munu halda sig alllengi á sömu stöðvum, en
eig-inlegir staðfiskar eru þeir þó eigi. Utbreiðsla hinna
ein-stöku fisktegunda kringum landið er nokkuð þekt, en þó
eigi nægilega. Sumar tegundir veiðast kringum land ait,
sumar aðeins í kalda sjónum við norðausturhiuta landsins,
aðrar eingöngu við suðvesturstrendur i volga sjónum,
teg-undirnar eru þar líka fjöiskipaðastar af einstaklingum. en
sjaldgæfari fyrir norðan og austan.

Dýralifið i sjónum er við Suðurland og syðri hluta
vesturstrandar m]ög auðugt og fjölskrúðugt; tegundir þær
sem þar lifa hafa mikla útbreiðslu i hinu volga vatni
At-iantshafsins, en þó er þar blandað inn í };msum tegundum
af norðlægari uppruna; langflestar fiskategundir hafa
fund-ist við Vestmannaeyjar og svo í Jökuldjúpi utariega i
Faxa-flóa.Tegundir þær, sem suður af Islandi lifa á mestu
dýpi fyrir utan hrygginn, hafa yfirieitt mjög mikla
út-breiðslu suður á við, jafnvei allar götur suður fyrir
Mið-jarðarlinu, og þegar kemur upp á 500—100 faðma dýpi,
hittast enn fiskategundir af mjög suðlægum uppruna, t. d.
rauðháfur og aðrar háfstegundir af kyninu Centrophorus,
sem fyr var getið, þeir fiskar þektust til skamms tima
að-eins við Madeira og strendur Portúgals og eru veiddir þar.
Flestir matfiskar, sem veiðast við ísland á grunnsævi, hafa

far veiddust 1906 eitt sinn á einum degi af botnvöx’puskipi á
60 faðma dýpi 22 fiskategundir. Andvari 1907, bls. 113-114.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0546.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free