- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
565

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

565

iithafsfiskar, sem aðeins leita upp að ströndum til að hrygna,
þó vita menn ekki til að þeir gjóti hér við land.

Loðnan (Mallotus villosus) er mjög algeng við strendur
Islands, hún er lika kölluð vorsili og verður eigi stærri en
5—6 þuml.; loðnan á heima nyrzt i Atlantshafi og i Ishafi
og kemur i marz og april vanalega i stórum torfum að
Suðurlandi til að hrygna og gengur þá stundum alveg upp
að landi, svo brim kastar silunum upp i fjöru, henni fylgja
stórhvalir og höfrungar og ógrynni þorska, sem gleypa hana
í sig með mikilli græðgi. í maimánuði er loðnan vanalega

h. Kiöyer.

187. mynd. Geirnefur, hornfiskur (Belone).

horfin syðra, en nyrðra og eystra kemur hún seinna fram
og oft á undan þorskgöngunum; mikil áraskifti eru að þvi
live mikið kemur af henni og á haustum og vetrum leitar
hún til hafs; hún lifir á rekdyrum einsog sildin. fegar
mikil loðnuhlaup koma, ber við að hún er höfð til matar
undir Eyjafjöllum og i Landeyjum, en annars hefir hún
mesta þýðingu sem æti fyrir þorskana og hefir mikil áhrif
á göngur þeirra kringum landið. Vk má nefna nokkra
sjaldséða fiska: Gulllax (Argentina silus) hefir veiðst á 60
—80 faðma dýpi við Vestmannaeyjar og margir þeirra i
Jökuldjúpi i Faxafióa á 60 föðmum;1) seiði þeirra hafa
fundist á djúpum sæ fyrir sunnan og austan land í júlí og
ágúst. Gulldepla (Maurolicus Penuanti) hefir nokkrum
sinn-um náðst við Suðurland og einu sinni á Eyjafirði.
Silfur-fiskur (Argyropelecus Olfersii) hefir rekið á Vestmannaeyjum

*) Andvari 1907, bls. 118-114.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0577.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free