- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
12

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

12

Abiið landsins

Eyjafjöllum liggja allir bæir lágt, ýmist úti á flatlendum
mýrum eða lítið hærra með fjallshliðunum.

í Mýrdal er meginið af bygðinni á láglendi. en nokkrir

bæir i hlíðum og i dalaskvompum nálægt 100 metra hæð.

Höfðabrekka (158 m.) og Hjörleifshöfði (100 m.) stóðu fyrr

á flatlendi, en urðu að flýja upp á hálsa fyrir jökulhlaupum.

t

Xeðri bygðirnar f}Trir austan Mýrdalssand liggja lágt,
Alfta-ver 20—40 m., Meðalland 10—20 m., Landbrot 20—50 m.
og bygð á Brunasandi 20—30 m. yfir sjó. A Austur-Síðu
standa bæirnir undir hliðunum á 30—50 m. hæð, en á
Vestur-Siðu voru sumir fluttir upp á hálsaröðina vegna
Skaftárelda 1783, (Holt 172 m.). Skaftártungu hallar niður
frá hálendi og liggur hún nokkuð hærra en Síðubvgðin,
50—70 m. neðan til; upp með Skaftá standa þó nokkrir
bæir hærra, Búland 138 m. og Svartinúpur, efsti bær i
þessum bygðarlögum. 273 m. yfir sjó. Heiðarbýli er lika
upp af Síðunni, sem heitir Eintúnaháls, 227 m. yfir sjó.
Bæir i Fljótshverfi standa á láglendi undir hlíðunum, flestir
á 30—40 m. hæð, nema tveir bæir uppi i dal Hverfisfljóts,
Seljaland 110 m., Brattland 100 m. I Austur-Skaftafellssýslu
eru bygðirnar á gróðrareyjum innanum víðáttumiklar
sand-auðnir og standa allir bæir á láglendi, þó sumir séu all-langt
frá sjó einsog Oræfabæirnir og eru þeir þvi sumir nokkuð
hátt yfir fjörumáli, (Kvísker 20 m , Hnappavellir 60 m.. Hof
70 m., Sandfell 100 m., Svinafell 120 m., Skaftafell 160—
200 m.). Suðursveit liggur lágt, Kálfafellsstaður og
Reyni-vellir 40 m., aðrir bæir neðar. Mýrasveit er nærri sjó mjög
láglend, býlin þar aðeins 2—5 m. yfir flæðarmáli, efstu
hliðabæir 30—50 m. Nesin eru lika láglend, flestir bæir
á 30—50 metra hæð. efsti bærinn, Hoffell, sem er 15 km.
frá fjöru, stendur þó ekki nema 40 m. yfir sævarborði.

Af þessu yfirliti sést, hve litill hluti islenzkra bæja er
fyrir ofan 100 metra línuna; i heilum stórum héruðum
liggja aðeins fáein heiðabýli svo hátt, og sumstaðar á
stór-um svæðum er öll bygð fyrir neðan 50 metra. Nú er
landið i heild sinni hálent mjög og sést af þvi, sem hér
hefir verið skráð, hve litil bygðin er í raun og veru, bæði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0030.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free