- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
15

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bæjaskipun

15

bersvæðisgróðri, sem hentugur er fyrir sauðfé, dreifa
bygð-inrii og fólkinu; bæjatalan minkar og bygðin gliðnar i
sundur eftir því sem hærra dregur og nær kemur hálendinu;
efst í dölum og uppi á heiðum nærri afréttum verður
tvístring býlanna mest, smákot á sundrungu með afarlöngu
millibili. Eins er sumstaðar langt á milli bæja á
útkjálk-um, þó þeir liggi við ströndu. þar er gróðurinn lítill og
lifsskilyrði öll örðug.

Þorp, svipuð útlendum þorpum, er varla hægt að segja,
að séu til á Islandi; þó sumstaðar séu hópar bæja, þá eru
hin einstöku býli sjálfstæðir liðir, óháðir að flestu
nábúun-um; hver jörð í slíku íslenzku þorpi hefir sína landareign,
þó túnin liggi saman, og sínar slægjur fyrir sig, en
er-lendis vinna þorpsbúar allvíða lönd sin í sameiningu eða
skifta þeim á milli sín eftir vissum reglum. Sjaldan eru
hópar smábæja á Islandi kallaðir þorp, oftast hverft. Drög
til þorpsmyndana eru helzt á Suðurlandi við mikla
engja-fláka, svo er t. d. Bæjaþorp fyrir ofan Forina i Olfusi; þar
eru túnin þó ekki samanhangandi, en það eru þau í
fykkvabæ; sú bygð sækir slægjur í Safamýri og eins
Yetleifsholts- og Bjóluhverfin. Víðar í slægjusveitunum
sunnanlands, einkum i Flóa, Neðri-Holtum og Landeyjum,
hafa smáhverfi eða bæjaþorp myndast, oft upp úr einni
aðaljörð með mörgum hjáleigum. eða margbýli er orðið á
einni jörð; þéttsettir bæjahópar nærri miklum engjum eru
ennfremur í Fljótshlið og undir Eyjafjöllum, í Mýrdal,

f r /

kringum Osengi, í Alftaveri, Meðallandi og Oræfum. A
Mýrasýslu-undirlendinu vestra eru bæirnir dreifðir, standa
oftast á holtum hér og hvar um mýrarnar, stundum
með all-löngu millibili; hverfi hafa eigi myndast þar eins
og syðra.

Fram með sævarströndum hafa íbúarnir viða hnappast
saman i hverfi vegna atvinnu sinnar, fiskiveiðanna; er þar
víða þéttbýlt, þó upplendi sé hrjóstrugt, ibúarnir sækja
bjargræði sitt aðallega úr sjónum. Sæbýlahverfi hafa
mynd-ast á ýmsan hátt úr stærri og smærri jörðum og
verbúða-hópum, og tómthús hafa orðið að grasbýlum, af því menn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0033.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free