- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
84

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

4

Jarðaverit

að sú aðferð ein væri hafandi. Víst er það. að ekki er
hægt að finna nein rök fyrir því. að fornmenn hafi lagt
kúgilda-framflatning til grundvallar fyrir mati sínu, þeir
virðast blátt áfram hafa virt jarðirnar eftir almennu
sölu-verði í gjaldeyri þeirra tima i álnum og hundruðum.1) Um
aldamót 18. og 19. aldar aðhyltist stjórnin matsaðferð
Berg-þórsstatútu og i erindisbréfi fyrir jarðamatsnefndina 2. ágúst
1800 er fyrirskipað, að jarðirnar skuli aðallega meta eftir
þvi, hve mörgum kúgildum þær geti framfleytt, eða ef um
hlunnindi eða afla var að ræða, hversu mörg kýrverð eða
kúgildi arður þeirra væri.2) Fyrir hverja kú, sem
fram-fleytt var, átti að meta hundrað og eins fyrir hvert
ásauðar-kúgildi, eitt hundrað átti að meta fyrir hverjar 6 vættir
fiska, 6 pund af æðardún, 2 tunnur sellýsis, 1 tunnu
há-karlalýsis, er fengjust. Jarðamatsnefnd þessi vann að starfi
sinu í 6 ár, en þá var harðæri og siglingaleysi enda
mats-reglurnar óheppilegar. svo jarðamat þetta hefir, sem fyr
var greint, þótt litilsvirði og lítt verið notað, enda segir
Jón Johnsen, að allir muni sér »samdóma um, að það nú
megi álítast fráleitt þvi sem er eða vera ber«.3) Um
jarða-matsreglur eftir kúgilda-framfærslu segir Páll Briem, að
þær séu nokkuð álitlegar i fyrstu, en við nánari athugun
sjáist, að þær séu mjög athugaverðar. »Fyrst er afarmikill
munur á því. hvernig jarðir eru setnar og mjög misjafnt,
hvað menn framfleyta á jörðum. I öðru lagi eru
skepn-urnar mjög misjafnar að gæðum; þvi rýrari sem skepnurnar
eru, þvi fleiri þarf að hafa til þess að lifa af þeim, og þá
hefur reglan það í för með sér, að jarðirnar verða þvi
hærri að hundraðatali, sem skepnurnar á þeim eru rýrari.

Páll Hriem hefir ítarlega rakið þetta mál í ritgjörð sinni: Um
hundraðatal á jörðum í Lögfræðingi IV, bls. 1—54.

*) Lovsamling for Island VI, bls. 477—478. Líklega hefur stjórnin
meðfram hallast að þessari jarðamatsaðferð, af Jpvi hún nokkuð líktist
matsaðferðum dönskum í »Tönder Hartkorn«. far voru beitarjarðir
samkvæmt gamla mati (1681 — 1688), sem notað var fram á 19. öld,
alt til 1844, virtar eftir áhölninni, skepnum þeim, sem þær gátu
framfleytt.

s) Johnsens Jarðatal 1847, formáli bls. 6.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free