- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
85

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jarðabækur og jarðamat,

85

í þriðja lagi eru sumar jarðir mjög hægar, þar sem aðrar

eru mjög erfiðar. A erfiðu jörðunum þarf bócdinn fleiri

skepnur til að lifa af, og þá hefur reglan það i för með

sér, að jarðir verða þvi hærri að huudraðatali, sem þær eru

erfiðari. Par sem um hluunindi er að ræða, er reglan alveg

gripin úr lausu lofti. Ef ekki á að draga frá kostnaðinn

við hlunnindin, þá er kostnaðurinn svo misjafn, að reglan

nær engri átt, en ef kostnaðurinu er dreginn frá, þvi er þá

ekki talinn frá kostnaðurinn við skepnurnar ? Þar sem um

sjávarjarðir er að ræða, þá er afii á þeim svo misjafn eftir

þvi, hver á þeim situr, að menn lenda i tómum ógöngum,

f

ef menn ætla að fylgja reglunni. A öllum jörðum er mikið
komið undir þvi, hvernig jörðin er hýst, en eftir reglunni
er alveg sama, hvort jörðin er með öllu húsalaus, eða henni
fylgja bæði mikil og góð hús. Enn fremur er ekkert tillit
tekið til þess, hvort jörðin er kúgildalaus eða hún hefur
mörg kúgildií.1) Þrátt fyrir marga augljósa galla, hafa
hugmyndir Berþórsstatútu fengið mikinn byr hjá þjóðinni,
bæði einstakir menn og alþingi hafa hvað eftir annað
haldið þvi fram að réttast væri að meta jarðir eftir
kýr-fóðrum og hlunnindi eftir þvi, hvað margir gætu á þeim
lifað. Pó hafa ýmsir sýnt með rökum, að þessi mælikvarði
oft gæti verið ranglátur og villandi.2)

Samkvæmt áformi og tilhögun þessa rits, yrði það alt
of langt mál að skýra nákvæmlega frá hinum mörgu
uppá-stungum og bollaleggingum um jarðamat, sem fram hafa
komið, og verðum vér að visa til ritgjörða þeirra, sem
taldar eru neðanmáls. Það er mjög örðugt að meta jarðir
réttilega, einkum þegar jafnaður á að vera til
skattagrund-vallar fyrir alt land; örðugt að bera saman sveitajarðir og
sjávarjarðir. vanaiegar bújarðir og hlunnindajarðir. Upphæð
matsins hefir mjög oft farið eftir þvi, hvernig jörðin var
setin i svipinn og það er aftur komið undir dugnaði og
efnahag ábúenda. Að byggja jarðamat aðallega á hlunn-

Lögfræðingur IV, bls. 3—4.
») Sbr. Lögfræðingur IV, bls. 6-9.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free