- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
108

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

108

Tún og túnrækt

t

Ymsar sléttunaraðferðir liafa verið notaðar. Tilskipunin
13. mai 1776 kveður svo á um það hvernig eigi að slétta:
jpúfnrnar eiga að pælast upp í ferstrendum stykkjum. frá
hverjum moldina á að skera með ljá, svo að grassvörðurinn
verði eftir einnar handar þykkur; enn fremur á moldin að
takast eins djúpt upp úr þúfustæðinu, hvar i þau ferstrendu
stykki eiga síðan niður að fellast og með trésleggju út að
berjast, svo að barmarnir falli vel saman. . ... Pk afskornu
og uppgröfnu mold á að útbreiða til áburðar á þær þúfur,
sem á því ári eigi eiga að sléttast. . ... Þá á þann hátt
út-breiddu mold á að meðhöndla og melja um sumarið með
klárum eða mykjukvislum einsog annan áburð*.1) Pessi
eða svipuð aðferð mun hafa verið notuð af þeim, sem
sléttuðu á 18. öld, en þykir nú vond og erfið. Björn
Hall-dórsson getur þess, að vel hafi sér tekist >að stinga upp
túnpetti, þar sem þvft hefur verið eða troðið, snúa um
grasrótinni aftur, so svörðurinn sé uppá, og slétta alt um
leið. Pá læt ég taka þungan kepp eða trésleggju, og berja
af allar mishæðir, so ljáþitt verði, og þetta siðasta er hægast
að gjöra, þegar jörð er á hausti frosin um hálf-fingur þykt.
Þar kemur gott og mikið gras strax á næsta ári. hafi jörðin
verið feit, anuars verður að mvkja strax á sama
hausti, þegar nýbúið er að jafna«.2) A. 19. og áO. öld hafa
menn aðallega haft tvær sléttunaraðferðir, þaksléttur og
fiagsléttur, og hafa hinar fyrri verið lang algengastar.
Guð-mundur prófastur Einarsson telur fjórar sléttunaraðferðir:
1. Að skera ofan af með torfljám, pæla niður og jafna yfir
með skóflum og trésleggjum;3) var þessi aðferð þá algeng
viða en seinleg og erfið og sléttan kemst ekki í góða rækt
fyrr en á 3ja sumri; ganga 80 dagsverk til að slétta
dag-sláttu á þann hátt og reiða á hana áburð. 2. Að brúka
skera, spaða, skóflur og trésleggjur; með skeranum er rist
fyrir ferhyrndum eða þrihyrndum torfum, en jafnóðum er

1) Lovsarnling for Island IV, bls. 292—293.

s) Atli 1783, bls. 82—83.

3) Sbr. Arraann á alþingi II, bls. 159 — 162.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0126.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free