- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
121

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áburður

121

seinni tímnm er sumstaðar lagarkendur áburður borinn á
þiða jöi’ð með vorinu eða þegar dálítið er farið að spretta,
en- fastur áburður á haustin. Aburðurinn er viðast fluttur
á hestum i kláfum ’) og tiðast barinn með klárum, en á
stöku stað eru brúkaðar ávinsluhrifur,2) allviða eru nú
not-aðar taðvélar, taðmyllur eða taðkvarnir til að mylja
áburð-inn.3) Par sem er nokkurnvegin slétt, gengur vallarávinsla
vel með slóða (hrisslóða) með 1 eða 2 hestum fyrir, og
hefir hann lengi verið notaður hér og hvar, um slóðahris
er getið bæði i Grágás og Jónsbók og um slóða er einnig
talað i búnaðaritum 18. aldar. Einstöku menn hafa notað
hlekkjakerfi úr steyptu járni i stað slóða 4)

Mjög er það mismunandi, hvað mikið hefir verið borið
á tún. og hve mikið menn ætla nægilegt. Björn
Halldórs-son segir, að almennast sé að bera aðeins 12 taðkapla á
eyrisvöll af nýrri kúamykju, en álítur það altof litið.
Tóm-as Sæmundsson vill 1889 bera 36 hesta á eyrisvöll.5) Sveinn
Sveinsson segir um áburð 1873: ^í^að eru margir, sem
þjrkj-ast hafa nógan áburð, þótt þeir hafi alt sauðataðið til
elds-neytis, og ætla að 20—30 taðhestar sé nóg á dagsláttu, og
hefir það verið bágt að koma sumum í skilning um. að ef
vel ætti að vera borið á, veitti eigi af 120 taðhestum á
dagsláttuna.6) Höldur álítur 40 — 50 hesta með
vættarbögg-um nægilegan áburð á vallardagsláttu 7) og Grímur Jónsson

Kláfar eru í fornum ritum kallaðir mvkilaupar. taðkláfar.
þiljukláfar o. fl.

2) Búnaðarrit IX, bls. 147.

3) Á Ærlæk er 1504 meðal búsgagna taldar 4 klárur og
taðkell-ing! Dipl. isl. Y, bls. 740.

4) Lýsingar á slóðum aí ýmsu tagi eru í Gömlu Félagsritum Vr
bJs. 49-50, Höldi, bls. 84-85. Búnaðarriti IX, bls. 144-147 og Frey

III. bls. 59-60; VII, bls. 86. Árið 1907 er þess getið, að í
Stranda-sýslu sé slóði víðast notaður til ávinslu, þar sem tún eru slétt i Freyr

IV, bls. 31).

5) Fjölnii V, bls. 42. Atli bls. 79.

6) Skýrsla Bnnaðarfélags Suðuramtsins 1872—74, bls. 16. Sbr.
Andvari IV, bls. 149.

7) Höldur I, bls. 74.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0139.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free