- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
164

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164

Mýrar og engjar

ásókiiar af vatni. Mórinn er víðast stunginn reglulitið i

mýrunum, oftast í mýrajöðrum, grafirnar f^’llast fljótt af

vatni og rofinu er kastað niður i þær eða hrúgað upp á

bakkana, en rimar eða stapar látnir standa milli grafanna.

Mórinn er vanalega stunginn og tekinn upp á vorin og

fluttur heim á haustin; svörðurinn er stunginn með páli,

skóflu eða reku i ferhyrnda hnausa, sumstaðar með sórstök-

t

um móskera. Eggert Olafsson talar um slikan skera, sem
þá var alment notaður, það var varreka með 3 feta löngu
skafti, en blaðið var eitt fet og gekk járnið 3 þuml. upp
öðru megin. Segir hann. að vinnumenn hafi stungið 6—8
hnausa og kastað þeim svo upp í einu.1) Þetta mun vera
hinn sami eða svipaður móskeri, sem enn er notaður á
Snæfellsnesi. Þórhallur Bjarnarson biskup lýsir honum svo:
»Tréblaðið fram úr skaftinu er um J/2 alin á lengd.
breidd-in 5—6 þuml., járnvarið stendur um þumlung fram af.
Oðruhvoru megin út — eftir á hverja hönd maður vill
kasta — kemur i réttu horni við blaðið skeraeyrað eða
hakið, hvasseggjað sem varið, 2—3 þuml. hátt; og ræður
það þykt flögunnar, er skorið er. Fyrst er holan stungin
niður með skeranum, niðurskurður, en síðan, þegar rúmið
fæst, er spænt eða flísað frá hlið.« 2) Eftir Búalögum var
það talið meðalmanns verk að stinga 20 feta langa mógröf
á dag, 10 feta breiða og 20 feta djúpa; sumstaðar orðað
svo: »]iggi niður 20 torfur og ristitorfa að auki.« 3)
Mó-grafirnar eru vanalega aflangar, 5—6 álna breiðar, og liggja
oftast i jafnhliða röðum með rimum eða hryggjum á milli;
sumar mógrafir eru þó ferhyrndar eða óreglulega lagaðar
eftir kringumstæðum, þær fyllast fljótt af vatni. svo
sjald-an er hægt að ná öllum mónum, oft verður það eftir, sem

Eggert Olafsson’s Rejse bls. 122, 308. í fornum bréfum er
tal-að um pálreku, það hefir líklega verið verkfæri til að stinga upp mó
(Dipl. isl. IX, bls. 309, 329). Mynd af móskera er í bók M. Gruners
bls. 55.

2) Búnaðarrit XVII, bls. 107.

s) Búalög 1915, bls. 70.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0182.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free