- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
183

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Af’réttir

188

•»Ef aðrir menn reka fé sitt i afrétt en eigi. ok hafa eigi lof

til allra er afrétt eigo, þat varðar útlegð við alla þá er ó-

lofafc hafa«. Eigi mátti slá i afrétti og heldur eigi gjöra þar

sel. I Grágás er ennfremur ákveðið: »þar er menn eigo af-

rétto saman, 2 eða fleiri. þeir skulu reka fé sitt í afrétt, er

8 vikur eru af sumri. ok reka í afrétt miðjan, ok hafa ór

t

rekit afréttinni, er 4 vikur lifa sumars^.1) I Jónsbók er
bannað að reka svin á afrétti, en það sést af Vatnsdælu,
að menn fvrrum hafa rekið sauðfé og svin á fjall i hin
sömu beitarlönd.2) Um fjallskil er litið talað i fornum
lög-um, enda munu ákvarðanir þar að lútandi hafa verið
mis-munandi i ýmsum héruðum, og hrepparnir verið látnir
sjálf-ráðir um, hvernig þeir vildu liaga þeim.

Nú eru þau haglendi kölluð afróttir, sem ekki eru i
bygð, öll beitarsvæði utan heimalanda, bæði á heiðum og
hálendi, og reka menn þangað sauðfé, og stundum
stór-gripi, á sumrum. Hinir stóru afréttir á aðalhálendinu eru
notaðir af alþvðu manna i heilum héruðum og enginn
toll-ur goldinn fyrir beitina; eru viss svæði eftir gömlum vana
ætluð til uppreksturs fvrir sérstök sýslufélög, stærri eða

r

minni héruð, eða fyrir einstaka hreppa. I fornöld virðist
■orðið afréttur ekki liafa haft eins yfirgripsmikla þýðingu
einsog nú. það virðist oftast notað um beitarlönd i
bygða-fjöllum og á nálægum heiðum. Fé hefir i fornöld sjaldan
vrerið rekið á hin stærri afréttarsvæði á hálendinu, og það
•er víst, að stór svæði af öræfunum voru eigi könnuð og
leituð fyrr en á 19. öld;3) var því eigi að undra, þó margt
íé hyrfi og misfærist, og voru illar heimtur oftast kendar

») Grágás II. bls. 113.

2) Jónsbók bls. 122, 185. Vatnsdælasaga, 1893, bls. 109-110. í
máldaga milli Xvígandafells og Laugardals í Tálknatirði 1300 er
tek-ið fram, að »hvoruger skulu hafa í afrétt hross né svín, nenia
hvor-tveggju leyfi«. Dipl. isl. IV, bls. 7.

3) Fram undir miðja 19. öld leituðu Eyfirðingar varla suður í
Polla, og hin stóru afréttarsvæði kringum Odáðahraun voru snerama
•á 19. öld ókunnur heimur. Sbr. Landfræðissaga II, bls. 229 og
Ferða-bók P. Th. I, bls. 270-271.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0201.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free