- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
241

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Litur nautgripa

241

Pað sést á þvi, sem fyrr heíir verið skráð um
uautfén-a.ð fornmanna. að litur nautgripa þá hefir verið mismunandi
eins og nú. þó sjaldan sé um hann talað. í heimildarritum
er oftast talað um gráa uxa eða apalgráa og járngrátt naut
er nefnt 1389.1) þá er getið um rauða uxa og alsvarta.
Arið 1461 er getið um lit kúa á Brattavöllum og
Horn-brekku i Eyjafjarðarsýslu. ein var rauð, hornótt. önnur grá,
þriðja svört, hornótt, fjórða var kolmúlótt, fimta skjöldótt,
sjötta hvít.2) 1474 er getið um lit 13 kúa á Miklabæ i
Skagafirði, hin fyrsta var svartflekkótt, önnur rauð, þriðja
rauðflekkótt, fjórða gráskjöldótt, fimta svört, sjötta
dumb-krossótt, sjöunda svartflekkótt, áttunda bleikkrossótt, niunda
svört, tiunda bleik, hin ellefta grá, hin tólfta og þrettánda
svartar.8) Petta sýnir, að islenzkar kýr hafa á fyrri öldum
haft alla mögulega liti, og sennilega hafa nautgripakyn frá
landnámstíð verið einn hrærigrautur og enginn hefir
hugs-að um kynbætur, skepnurnar hafa æxlast einhvern veginn
út i bláinn. 0. L. Bæröe skoðaði lit á 115íslenzkum kúm,
einkum fyrir austan og norðan, af þeim voru 55 svartar
eða svartfiekkóttar, 40 rauðar eða rauðliekkóttar,
dökkrauð-ar voru þó sjaldgæfar, 6 gráar, 7 hélugráar, 4 bröndóttar,
3 dökkmórauðar; 52 voru einlitar. Um kúalitinn segir
Guðmundur prófastur Einarsson: »Liturinn virðist litið gera
til mjólkurhæðar, en til kostgæða mikið; það er i almæli
að dumbóttar kvr séu kúa beztar, einkum upp á kost,
sömuleiðis hélóttar kýr, kolmúlóttar, bröndóttar og þrílitar.
Af öllum litartegundum á kúm hefi eg lakasta trú á hvita
litnum í tilliti til kosts, en aftur eru hvitar kýr
mjólkur-háar«.4) Um þetta eru skoðanirnar mismunandi. Guðjón
Guðmundsson segir: »að visu hefir liturinn engin áhrif á
gæði kúnna, það menn vita. þótt margir séu á þeirri
skoð-un, að hvitar og gráar kýr séu jafnaðarlega kostaminni en

l) Dipl. isl. III, bls. 430.

s) Dipl. isl. V, bls. 257—258.

3) Dipl. isl, V, bls. 767.

4) G. E. Nautpeningsrækt bls. 11.

16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0259.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free